laugardagur, janúar 31, 2004

Leiðrétting:
Kamma er ekki besta vinkona mín.
Allir vinir mínir eru bestu vinkonur mínar.
|
Enska féll niður hjá mér á föstudaginn svo ég var búinn klukkan 12. Þá fórum við pabbi að kaupa danskan DVD spilara sem ég notaði til að horfa á nasísku áróðursmyndina Sigur Viljans eða Triumph des Willens. Hitler keyrir brosandi um fallegan þýskan bæ með blaktandi (hakakross)fána í sólskininu og klassíska tónlist undir, svo fer hann að öskra.
MH tapaði fyrir Verzló. Ég sem var svo viss um að liðið okkar væri betra en Verzlóliðið, sem það er náttúruleg þau voru bara óheppin sko. En við komumst líklega áfram sem stigahæsta taplið (jei).
Í dag er ég svo að fara að passa bróður minn. Baldur, Arnar Bragi og seinna Gugga ætla að koma og borða pítsu og pítsuvörur sem ég baka. Því ég er meistara kokkur.
|

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Ætli það lesi nokkur bloggið mitt. Vonandi ekki.
Ég hjólaði í skólann í dag í þriggja stiga frosti það var hressandi. Svo fór ég í skólasund og hjólaði líka heim með smá stoppi niðrí bæ. Ah ég er svo mikill íþróttamaður. Svo las ég bók og skrifaði kynningu á henni allt á sama deginum því að ég er kærulaus og frestaði því þangað til í dag.
Heyrðu já ég fattaði þetta með keiluna (held ég). Þegar persóna í leikritinu sagðist ætla í keilu gerði hún handahreifingu sem ég sá ekki og vísar til ákveðinnar kynferðislegrar athafnar sem ég þekki ekki persónulega vegna þess að ég er með Y litning. OJ þið eruð sick.
|

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Kamma er besta vinkona mín.
|
Ég þoli ekki að lesa umræður á netinu þær eru fullar af svo heimskulegum og vitlausum skoðunum að ég skelf við að lesa þær. Þær eru vitlausar af því að ég er ekki sammála þeim og get fundið rök gegn þeim en ég nenni því ekki svo ég er bara að kvarta yfir fólki með heimskulegar skoðanir (vinsamlegast ekki taka mig alvarlega).
En já ég uppgötvaði ofbeldisfyllri hlið á mér í gær þegar ég kýldi Kömmu fyrir að eyðileggja fyrir mér þriggja hæða spilahúsið mitt (heitir þetta ekki eitthvað annað), kannski ég ætti ekki að eignast börn, ég myndi örugglega kýla þau ef þau vissu ekki hver Ernst Rhöm væri. Seinna um daginn tókst mér svo að byggja fimm hæða spilahús.
|

mánudagur, janúar 26, 2004

Í dag fóru Jói og Kamma í keilu. Þessi setning er voðalega fyndin því þau hafa einhvern djúpan kynferðislegan skilning á þessu orði, eftir Lísu í Undralandi, sem ég skil ekki í sakleysi mínu. Þegar ég spyr um þetta hlæja þau og vísa mér til Eddu. Ég er ekki einn um þetta en margir hafa komið inn í miðjar samræður okkar og ekki skilið baun í þessu svo ég er ekki skrítinn.
Ég var þreyttur í félagsfræði en franska er yndislegt tungumál því það eru ekki beygingar í því.
|

sunnudagur, janúar 25, 2004

Afsakið biðina.
Föstudagur: Ég át kjöt með Kömmu og Jóa meðan Jói át beikon og vont pasta. Svo vann MH Vestamanneyjar með þrefaldri stigatölu þeirra (36:12) og er stigahæsta lið fyrstu umferðar Gettu Betur (Haha Edda og Begga og Baldur og allir sem eru ekki í MH eða hafa verið þar). Svo sofnaði ónefnd persóna (Jói) yfir Bowling For Columbine heima hjá mér.
Laugardagur: Við héldum matarboð sem ég fór snemma úr til að geta verið seinn á Lísu í Undralandi, ég gruna Kömmu. Svo var vínsmökkun hjá foreldrum Kömmu og ég vaknaði í ruslagámi á Kjalarnesi um morguninn.
Sunnudagur: Bíddu aðeins, nei ekkert sunnudagar eru leiðinlegir. Jú heimsótti afa.
|

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Hah ég þurfti ekki að vakna fyrr en 10:10 í dag því ég byrja klukkan 11. í skólanum. En annars gerðist ekkert merkilegt í dag.
|

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Ég fór í kringluna með Jóa, Bippa og Palla í dag í staðinn fyrir að fara á fund um styttingu framhaldsskólanna, en ég náði reyndar endanum á honum. Vonandi þýðir það ekki að kosningaþátttaka minnki í framtíðinni. MHingarnir lögðu Sigurð Kára í einelti á fundinum (enda eru allir MHingar anarkistar eða kommúnistar) en hinir ræðumennirnir á fundinum voru Kolbrún úr vinstri grænum og einhver úr samfylkingunni sem kunni ekki á hljóðnema. Miðað við fund um þetta sama málefni sem ég fór á fyrir jól (og þingmennirnir skrópuðu á) eru 90% af MHingum á móti þessu nema margir séu hræddir um að vera drepnir af meirihlutanum.
Persónulega styð ég vini mína í sjálfstæðisflokknum heilshugar. Hvað annað en minni fjölbreytni og meiri stærðfræði á eftir að draga úr brottfalli í skólum. Styttra nám mun einnig hjálpa okkur að vinna upp forskot annarra þjóða sem standa víst framar okkur í menntun. Undirbúningsár (sem nemendur þyrftu sjálfir að borga fyrir) sem gæti þurft til að þessir þriggja ára stúdentar kæmust inn í háskóla mun líka örugglega auka aðsókn í háskóla, nema náttúrulega þeir neyðist til að taka upp fjöldatakmarkannir og skólagjöld. Lengi lifi Davíð Amen.
|
Dagurinn í dag var viðburðaríkur. Nei. Ég vaknaði las moggan fór í skólann í frönsku þar sem við horfðum á fyrsta korterið í Amalie sem er skemmtileg svo fór ég að einhverfast í línuleik í hléi sem ég átti að læra í. Línleikurinn gekk út á það að loka kössum á rúðustrikuðu blaði. Svo fór ég í tölvutíma í ensku og átti að finna leið héðan til Lýðveldisins Kongó meðan stelpan sem var með mér í hóp og átti að skrifa um umhverfisvandamál þar spurði mig hvort það væri allt í lagi að copy/paste-a. Ég svaraði ekki. Ég fann út að Air France flýgur frá París til Brazzaville (höfuðborgarinnar). En ég kann ekki að bóka flugför til Kongó á Frönsku, enn, þó mér finnist gaman í frönsku, svo vorum við í Enskutíma. Svo fór Þóra með mig út að borða á kaffibrennslunni í gatinu. Svo var stærðfræði. Ég labbaði heim fór í Civ3 lagði mig borðaði djúpsteiktan fisk og fattaði áð ég á erindi í Gettu Betur á næsta ári því ég gat fullt í öllum keppnunum.

P.S. Lemúrar búa á Madagaskar.
|

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Ég er vírus!!!!
|
Ég hef ákveðið að láta undir gífurlegum félagslegum þrýstingi um að byrja að bloggga þó að ég muni eingöngu segja hluti sem hægt er að spurja mig um hvenær sem er, núna getið þið lesið þá líka. Þetta gerði ég þrátt fyrir að vera gífurlega paronoid um að eitthvað vont fyrirtæki út í heimi finni upplýsingar um mig á netinu og noti þær gegn mér og spami mig, eða að djöfullegir tölvuhakkarar velji mig sem næsta skotmark í viðustyggilegum hrekk um að senda mér vírus og taka stjórnina í tölvunni minn eða þá að spilltar vestrænar ríkisstjórnir noti þær til að búa til risa-gagnagrun um hættulega andfélagslega hryðjuverkamenn eins og mig og að ég komist þessvegna aldrei til Bandaríkjanna með flugi (já eins og mig langi það (nema kannski til að fljúga á eitthvað) nei held ekki). Því hef ég kosið að hafa þetta einkablogg og ég treysti ykkur til að varðveita þetta leyndarmál vel.
Ég vaknaði óþarflega snemma til að fá far með Palla og Jóa í skólann eftir að hafa sofið í 5 klukkutíma. MH var skemmtilegur eins og (næstum því) alltaf en ég var svo þreyttur að ég gat ekki bæði brillerað og munað eftir honum svo ég sleppi skóladeginum út. Eftir skóla labbaði með Jóa og Kömmu til hennar og gleymdi afmæli sem ég átti að mæta í. Þóra systir þurfti að koma með skyrtu og ermahnappa til Kömmu svo ég næði í tæka tíð. Rosalega flott veisla KK og biskupinn komu, pabbi hélt ræðu um hvað honum þætti "Til sammans" vera óraunvöruleg, reyndar ekki en hann ýjaði að því, og veitingarnar voru góðar. Svo fór ég heim og lagði mig og horfði á "Alias". Ég veit hann er lélegur en hann er rosalega spennandi. Sydney Bristol vaknaði upp í Hong Kong tvemur árum eftir að hún tapaði bardaga í fyrsta skipti og allir héldu að hún væri dáin (svo frumlegt að það gæti passað í "Guiding Light"). Svo fór ég í tölvuna og bjó til blogg þégar ég fattaði að ég er leiðinlegur á MSN nema fyrir kömmu og alla nema Jóa.

Sjáumst kannski seinna.
|