föstudagur, desember 30, 2005

Ég sá Narníu myndina fyrir tveimur dögum síðan. Hún er gerð eftir sögum C.S. Lewis af Narníu. Bókum sem ég gleypti (nokkru sinnum) í mig á unga aldri. Þessi mynd var því nokkur nostalgíuupplifun fyrir mig. Myndin var ekki sú besta sem ég hef séð en olli mér engum vonbrigðum. Hún er reyndar örlítið barnaleg enda eru bækurnar meiri barnabækur en Hringadróttinssaga Tolkeins og ekki eins mikið bókmenntaverk. Þetta er hinsvegar enginn sérstakur galli og myndin. Eitt átakanlegasta atriði myndarinnar var enn áhrifamikið en þó ekki eins og þegar ég las bækurnar enda var þessu vísun í kristnidóminn jafnvel enn myndrænni í bókinni en myndinni (og það að núna er ég ekki lengur saklaust kristið barn heldur firrtur og kaldhæðinn unglingur).
Þetta snertir reyndar helstu gagnrýnina á bækurnar (og myndina), nefnilega að þær séu uppfullar af illa duldum vísunum í kristni og kristið siðferði. Þetta er að sumu leiti alveg rétt enda fattaði ég strax í æsku að Ljónið Aslan er kristsgervingur (ekki fullkominn þó) og nú sá ég enn fleiri dæmi. Til dæmis er siðferðið í bókunum frekar afdráttarlaust og heimurinn skiptist greinilega í gott og illt. En þó það sé full einfaldur boðskapur er hann ekkert einsdæmi fyrir Narníu því hann finnst í flestum ævintýra- og barnabókmenntum (og ýmisstaðar annarsstaðar) og með fylgir einnig æskilegri (nútímalegri) hluti kristinns siðferðis um fyrirgefningu syndanna, kærleika og allt það. Svipað og með hringadróttinssögu er ágætt að lesa bækurnar með gagnrýnu viðhorfi en engin ástæða er til annars en að njóta ævintýraheima Narníu þrátt fyrir það. Ég þyrfti eiginlega að gera það aftur.
Önnur áhrifamikil mynd sem ég sá var American History X. Annsi ofbeldisfull þó.
|

sunnudagur, desember 25, 2005

Gleðileg jól.

Þau hafa a.m.k. verið það fyrir mig enda fékk ég allt sem ég bað um og meira til. Ekki það að gjafirnar hafi verið það eina sem gerði jólin gleðileg hjá mér. Ég ætla samt að telja þær upp nokkrar þeirra (ekki að hinar hafi ekki verið jafn frábærar en ég ætla að geyma þær til þess að hafa eitthvað að spjalla um). Pabbi og mamma gáfu mér tölvuhátalara með magnara og trefil. Þóra systir gaf mér v-hálsmálspeysu og afi og amma gáfu mér leðurhanska. Svolítið Gestapolegt en óneitanlega virðulegt og smart. Ég er svo að hlusta á gjöfina hans Jóa. Ég var mjög ánægður með allar gjafirnar mínar og mér finnst mínar gjafir (þær sem ég gaf) eiginlega fölna í samanburði. Takk allir.
|

laugardagur, desember 24, 2005

Til hamingju með 2010 ára afmælið næsta vor Jesú.

Jólin byrja eftir akkúrat 16 tíma. Það er gott.
|

mánudagur, desember 12, 2005

"Ekki kaupa Civ 4, Jólasveinninn"
Stendur skrifað með blóði á miða sem var troðið inn um gluggan hjá mér.

A: Einhver vina minna ætlar að gefa mér hann í jólagjöf.
B: Einhver vill ekki að ég eyði jólafríinu í að spila Civilisation 4.
C. Ég verð bráðum hakkaður í spað með skrúfjárni af morðóðum manni í jólasveinabúningi.

Á léttari nótum þá fór ég í dag á leikrit með Kömmu, Hödda, Sindra og Beggu sem Jói samdi tónlistina við með leikhópnum Perlan. Það var mjög skemmtilegt að horfa á leikritið og hlusta á tónlistina. Hún var bæði jólaleg og Jóaleg. Eftir á bauð pabbi Jóa okkur upp á veitingar á kaffihúsi. Það var einstaklega skemmtilegt. Líka það að baka súkklaðisnittur með mömmu á eftir.
|

mánudagur, desember 05, 2005

Ég er til... Þessvegna hugsa ég.
Skiptu um bíl og keyptu þér nýja Volvo X(einhver þriggja stafa tala).
Á meðan þessu háfleygu orð eru mæld er verið að nudda nakta konu í svarthvítu landslagi þar sem virðist vera heldur mikill næðingur.
Ætli auglýsendur búist við því í fullri alvöru að fólk horfi á auglýsingarnar þeirra?

Prófin eru byrjuð svo að ég hef auðvitað nógan tíma til þess að skrifa hérna. Heimspeki síðasta föstudag og jarðfræði næsta. Sumarbústaðaferð í millitíðinni. Það var þó meira gert af því að spila Catan heldur en af því að lesa jarðfræði þar. Mamma bakaði líka jólasmákökur. Undanfarin ár höfum við farið í sumarbústaði fyrir jólin til þess. Ævinlega meðan ég er í prófum.
Jæja ég er farinn að lesa um þverbrotabelti.
|