laugardagur, apríl 08, 2006

Ég var semsagt kosinn gjaldkeri nemendafélagsins.

Ég bauð mig fram með mjög stuttum fyrirvara en kosningabaráttan mín í boði Kömmu og Jóa var mjög frumleg. Tveggja og hálfs metra mynd af mér hangandi upp í matgarði, goggar með áróðri og grímur af mér voru meðal hugmynda þeirra. Þetta er mjög ábrygðarmikið og tímafrekt embætti en þar sem ég á bara 18 einingar eftir og stunda engar íþróttir þá ætti þetta að fara vel. Ég er a.m.k. ekki mjög eyðslusamur (nema í nammi) og ég mun taka við góðu búi frá Ómari núverandi gjaldkera. Svo er spurning hve spilltur ég verð. Mímisbrunnur undir stjórn Snorra fær náttúrulega miklu meiri risnu en síðast og tölvan sem nemendafélagið fékk fyrir Gettu betur verður ekki lengi inn á Nemó.
Partídýrið og nýkosinn gjaldkeri Guttormur fór svo í Gettu betur teiti frekar en á eftirkosningafögnuð á Rauða Ljóninu. Forsetinn er reyndar edrú líka svo ég er ekki einn.
|