fimmtudagur, maí 05, 2005

Vaknaði við vondan draum. Vont símtal reyndar. Ekki það að maðurinn hinu megin við tólið hafi verið neitt slæmur. Það var Íslenskukennarinn minn að minna mig á það að ég átti eftir að skila ritgerð, Úps.
Vann í þrjá tíma á bókasafninu. Notaði tíman til þess að lesa New Scientist og Orð af orði. Það var gífurleg áreynsla, enda fékk ég borgað fyrir það.
Restin af deginum fór í að klastra saman ritgerðinni sem er nú á lokastigi. Baldur spurði hvort ég væri ekki til í að fara á frumsýningu "The Hitchikers Guide to the Galaxy" ég lét freistast. Hjálmar var með bílinn og bar ábyrgð á því að koma okkur upp í Álfabakka á réttum tíma. Hann stóð ekki undir þeirri byrði og mætti fyrir utan hjá mér fimm mínútum fyrir sýningu. Áhyggjur mínar um að það yrði uppselt reyndust á rökum reistar svo við héldum heim á leið. Í staðinn fengum við reyndar smá ævintýri því að bíllinn varð bensínlaus á miðri leið. Við ýttum bílnum langleiðina að næstu bensínstöð en þá hrökk vélin í gang og eyðilgaði markmið okkar, að ýta bílnum alla leið. Kvöldið enduðum við svo á því að slaka á yfir spólu hjá Hjálmari.
|

þriðjudagur, maí 03, 2005

Prófin eru byrjuð. Síðustu tvær vikurnar í skólanum voru krefjandi. Tveir eðlisfræðifyrirlestrar, þrjú ókláruð dönskutölvuverkefni, tvö ókláruð frönskuverkefni og ókláruð íslenskuritgerð. Núna á ég svo að vera að læra undir stærðfræði 503. Stofnbrotsliðun er torreiknuð.
Svo er spurning hvort að maður fái vinnu hjá borginni þegar allir aðrir kostir virðast uppurnir. Ég sem hlakkaði svo til að kaupa myndasögur, geisladiska og sætabrauð í sumar. Ef engin vinna fæst verð ég að halda áfram að leita eða lifa af tryggingunum sem pabbi á að vera löngu búinn að útvega. Annars er ég byrjaður að plana hringferð í kringum landið með Baldri, Arnari Braga og Guggu í sumar. Það verður a.m.k. auðveldara að finna tíma fyrir hana ef ég fæ ekki vinnu.
|