föstudagur, mars 31, 2006

Jæja, við vinnum bara næst.
|

fimmtudagur, mars 30, 2006

Á morgun er keppnin. Þetta verður spennandi svo allir eiga að mæta.

Ein leið til að draga úr fjárskorti háskólans sem mér datt í hug væri að segja sig úr trúfélagi. Þá fer trúarbragðaskatturinn sem allir borga ekki til trúfélags heldur til háskólans. Spurning hvort það er góð lausn?
|

föstudagur, mars 17, 2006

Þetta er fyrsta færslan sem ég skrifa sem fullorðinn (lagalega) einstaklingur. Íslandsbanki óskaði mér líka til hamingju með fjárráðin, nema hvað hann heitir ekki lengur Íslandsbanki.
Síðasta helgi var því að mestu helguð afmælisfögnuði. Hún byrjaði með vel heppnuðu og vel mönnuðu afmælisteiti. Það fór að mestu prúðmannlega fram. Lokaparturinn hefði þó orðið frekar dauflegur ef ekki hefði verið fyrir æsilega beitingu Jóa á leðurhönskum í samræmi við leðurþema Kömmu, þó hún hafi kannski helst fengið að kenna á því.
Fögnuðurinn hélt áfram á sjálfan afmælisdaginn en þá var farið á hið ofurraunsæja en jafnframt hlægilega leikrit Eldhús eftir máli. Mér þótti það skemmtileg ádeila á neyslu- og kynjahugmyndir samfélagsins. Pabbi hefur heldur ekki skemmt sér svona "vel" síðan hann fór á Til Sammans. Svo var komið að fínni máltíð á Fjalakettinum með móðurbróðurfjölskyldu minni, systur minni, Sigurgeiri og Högna vini foreldra minna.
Til að kóróna allt saman var haldið fjölskylduboð heima hjá Þóru svo að afi gæti komið líka.
Meðal góðra gjafa sem ég fékk má telja hið skemmtilega myndband S&M dúettsins Tuttugu ára og enn að klára, Handbók heimskingjans eftir Egil Einarsson, meistaraverk Van Dammes Tímalögguna, Fyrstu þáttáröð upprunnalega Star Trek og vafalaust hagnýtustu og umfangsmestu gjöfina, Vísindabókina. Einnig hefur mér verið lofað nýja disk Belle & Sebastian.

Um Gettu betur get ég bara sagt að ég er mjög ánægður. Ánægður með útkomuna, stuðningsliðið, myndbandið, liðið og daginn í heild sinni.
|

mánudagur, mars 06, 2006

Óskarinn: ég er sáttur, sérstaklega þó með að Wallace & Gromit hafi unnið verðlaun fyrir bestu teiknimyndina.
|