sunnudagur, janúar 30, 2005

Loksins kom maður sér til þess að fara á Martröð á jólanótt, leikrit LFMH. Borðið plús Baldur og Kærasta Palla komu líka. Það skapaðist hinsvegar smá vandamál þegar við komumst að því að það var einum miða ofukið. Eftir nokkura mínútna taugaveiklun komumst við að því að Ernir átti miðann og var veikur. Þar sem það var orðið aðeins of seint að pranga miðanum inn á saklausa vegfarendur eða aðra vini var eitt autt sæti á sýningunni.
Sýningin var vel heppnuð, skemmtileg og fyndin þrátt fyrir örfá tæknileg vandamál og örlítið yfirgnæfandi undirspil. Söguþráður leikritsins (eða söngleiksins) var meir og minna sá sami og myndarinnar og notast var við sömu söngva en að sjálfsögðu íslenskaða. Þýðingin og söngurinn heppnaði enda mjög vel. Svo voru búningarnir og föðrunin einnig stórglæsileg. Í lokin kom meira að segja smá keila.
Eftir leikritði héldum við á Subway staðinn í Essó-stöðinni á höfða og þaðan til mín. Fólkið byrjaði svo að tínast í burtu og að lokum voru bara ég Jói, Hjálmar (sem kom reyndar ekki á leikritið), Malli og Baldur og Við fengum okkur pítsu klukkan hálf þrjú um nótt.
|

laugardagur, janúar 22, 2005

Humm... Síðustu þrjár færslur hafa bara verið um gettu betur.

Ef þið viljið vita meira um þá ágætu keppni er síðan hans Stefáns Pálssonar hérna.

Ég fór á Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events. Hún olli mér vonbrigðum. Hún var samt ekkert slæm. Ætli bækurnar séu ekki betri? Óskaplega er ég farinn að nota stuttar setningar.

|

föstudagur, janúar 21, 2005

Eh já mér varð ekki að ósk minni. En við gerum bara okkar besta og reynum að ná sem flestum stigum... og vonum að þau verði fleiri en hjá Borgó.
Núna er ég að lesa Angels and Demons eftir Dan Brown. Þetta er fyrsta bókin eftir hann sem ég les og hún lofar bara góðu. Alskyns dót um andefni og kjarneðlisfræði og auðvitað fullt af vísunum í listaverk og sögu kryddað með smá samsæriskenningum.
|

miðvikudagur, janúar 19, 2005

23-12
Næst er það sjónvarpið. Vonandi lendum við á móti einhverjum léttum.
|

laugardagur, janúar 15, 2005

Jæja þá er fyrsta keppnin búin. Niðurstaðan var vel viðunandi þar sem við unnum 21-12. Ég gat meira að segja nokkrar spurningar og ég var svo heppinn að hafa lært alla aðalritara Sameinuðu Þjóðanna því það komu tvær spurningar um þá. Liðið sem ég er í er líka mjög gott og skemmtilegt og ég vona að við komumst í sjónvarpið (auðvitað vona ég að við vinnum en best er að bíða "aðeins" með svoleiðis draumóra). Svo skemmtilega vill til að þetta er fyrsta formlega spurningakeppnin sem ég vinn sem hluti af liði (ef maður sleppir nokkrum spurningakeppnum í 11 og 12 ára afmælum fyrir löngu).
Næsta keppni er svo strax á þriðjudaginn og ég vona að okkur gangi vel.
|

föstudagur, janúar 07, 2005

Núna er skólinn byrjaður og ég er búinn að fara í alla tímana nema íslensku því kennarinn er veikur. Þetta virðist ætla að verða ágæt önn en ég verð að reyna að standa mig betur en síðast.
Í gær kepptum við svo við Verzló í æfingaleik. Fyrsta keppnin fór 14-14 en sú næsta 23-22 fyrir Verzló. Það er svo sem alveg ásættanlegur árangur en ég ætla auðvitað að reyna að bæta mig og lesa stíft fram að næstu keppni a.m.k. Gettu betur ætti að krydda önnina svolítið ásamt hugsanlega væntanlegu framboði.
Í nótt dreymdi mig svo miður skemmtilegan draum. Mig dreymdi að geimverurnar úr Alien myndunum væru lausar á jörðinni og fjölguðu sér stöðugt. Ég vaknaði af vonleysi. Jói heldur að þetta tengist tapinu kvöldið áður. Kannski er undirmeðvitundin mín tapsárari en ég.
|

sunnudagur, janúar 02, 2005

Nýtt ár nýjar vonir. Brostnar vonir.

Áramótin voru skemmtileg. Fyrst var gettu betur æfing svo fór ég í mat til vinafólks pabba og mömmu þar sem við fengum Kalkún og einhvern torkennilegan en góðan eftirrétt. Áramótaskaupið var svosem sæmilegt enda var árið sem leið góð uppspretta ýmislegs rugls í pólitík. Ég er eiginlega alveg hættur að skjóta upp flugeldum, ég læt mér bara nægja að horfa á þá. Pabbi tók út smá kaupæði og keypti stóra köku (á heilbrigðan mælikvarða ekki einhvern íslenskan mælikvarða) og þrjá stóra flugelda.
Um eitt leitið skutlaði Jói mér svo í mitt eigið teiti heima og tók Huldu rauðhærðu með. Teitið var annsi skemmtilegt og þar voru auðvitað mjög fínar veitingar. Hulda ljóshærða, vinkona hennar, Arnar Bragi, Baldur, Gugga Ernir og Hjálmar komu líka og Höddi og Alexander litu aðeins inn. Eftir að pabbi og mamma komu heim komu Maggi og Stulli báðir örlítið í glasi, Stulli örlítið meira en Maggi. Þá fannst mér ráðlegast að fara niður með liðið og þar hélt teitið áfram til sex þó að Baldur og Gugga hafi neitað að fara fyrr en sjö.

Persónulega held ég að þetta verði gott á fyrir mig, gettu betur og svona en það er líka spurning hvernig það fer. Hinsvegar hef ég það á tilfinningunni að heimurinn sé að fara til fjandans.
|