mánudagur, desember 25, 2006

|

miðvikudagur, desember 06, 2006

Nýja blogger beta fylgir greinilega sjálfvirkur ritskoðari. Það er eina skýringin á því að færslan mín þar sem ég röflaði um ríkisstjórnina og Írak hafi horfið. Þar býsnaðist ég yfir Framsóknarmönnum og þó aðallega sjálfstæðismönnum sem segja innrásina hafa verið "rétta miðað við fyrirliggjandi gögn". Þannig að ákvörðunin var rétt þó að hún sé röng núna? Segir eðlilegt fólk ekki að hún hafi alltaf verið röng, við vitum það bara fyrir víst núna. Nei ekki sjálfstæðismenn (með örfáum undantekningum). Svo spyr ég bara, hvaða upplýsingar hafði ríkisstjórnin sem við höfðum ekki? Þær upplýsingar sem meirihluti Íslendinga hafði voru samt nógu góðar til þess að 80% tækju rétta ákvörðun. Var eitthvað að nettengingunni og sjónvarpsloftnetinu upp í stjórnarráði?
Það sem mér þykir líklegra er að ríkisstjórnin (Halldór og Davíð) hafi bara treyst upplognum og óstaðfestum gögnum Bandaríkjastjórnar meira heldur en heilbrigðri skynsemi og Sameinuðu Þjóðunum. Kannski vonin um betri samningsstöðu hafi líka komið inn í þetta. Vá,við fengum þúsundir fermetra af niðurníddu blokkarhúsnæði og nokkra hektara af mengun í staðinn fyrir stuðninginn.
Svo sagði Geir að Íslendingar skiptu svo litlu máli að það væri alveg sama hvað við styddum og hvað ekki (gaf það allavega í skyn). Öfgafullt dæmi: Hefði það verið allt í lagi ef Íslendingar hefðu stutt hugmyndafræðina á bak við helförina, úr fjalægð? Hey við drápum enga Gyðinga.
|