laugardagur, febrúar 19, 2005

Fimmtudagurinn var viðburðaríkur.
Ég vaknaði og mætti í stofu 38 ásamt Palla og Erni þar sem vefráð var með spilaherbergi. Við tókum hringadróttinssögu risk en gáfumst upp á því að læra reglurnar og spiluðum bara venjulegt risk á borðinu. Það var athyglisvert því að það eru engin höf á kortinu bara þokufjöll sem skilja svæðin að. Einnig fylgdi með leiðtogakall sem gaf auka stig í teningakasti. Spilið stóð í fjóra klukkutíma og þá var okkur hent út. Enginn vann en Ernir og Palli réðu mestu en voru þó hvorugir í góðri stöðu. Mér sem hafði næstum verið útrýmt var búinn að ná mér upp aftur í fjarveru þeirra. Ég náði mér í miða á árshátíðina á meðan með því að notfæra mér vini mína til að bíða í biðröðum. Eftir spilamennskuna fór ég til Jóa þar sem ég datt inn í myndina "Motorcycle diaries" um ferðir Che Guevara um Suður-Ameríku á hans yngri árum. Hún var frekar skemmtileg en olli þvi að ég varð næstum of seinn í áttræðisafmæli afa. Þar var mikið um ræðuhöld og söng enda er föðurættin mín þekkt fyrir mikla málgleði í þeim efnum samanber mælieininguna hjörl yfir ræðulengd og er nefnd eftir afabróður mínum. Hans ræða var þó ekki sú lengsta. Afmælið var samt mjög skemmtilegt.
Eftir afmælið fóru pabbi og mamma í sumarbústað en ég á pítuna með borðinu áður en við fórum á árshátíðina. Þar sem henni lokaði klukkan tíu urðum við að líta við heima hjá mér áður en við fórum á ballið. Við mættum upp úr hálf tólf en þá átti meirihluti ballgesta enn eftir að mæta. Mér til mikillar undrunnar skemmti ég mér bara sæmilega og dansaði jafnvel þrátt fyrir að vera ódrukkinn (ekki að ég viti hvort ég sé eitthvað dansgefnari þegar ég sé fullur enda ekki upplifað það ástand í fjórtán ár). Kannski sú staðreynd að flestir aðrir voru fullir í kringum mig hafi eitthvað liðkað um fæturnar. Það versta var hávaðinn sem olli mér hellu og reykingarnar sem menguðu loftið og ollu næstum því alvarlegum brunasárum úti á dansgólfinu (spyrjið bara Malla (það er að segja ef hann man eftir því)) ásamt því auðvitað að hafa stytt líf mitt um nokkrar mínútur (hvað þá reykingamanna sjálfra sem eru auðvitað að rotna innan frá). Svo gerðist sitthvað fleira.
Í dag svaf ég yfir mig og mætti því ekki aftur til spilamennsku. Í kvöld hitti ég svo Mána og Baldur.
|

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Um helgina var Baldwin-bræðra maraþon. Horft var á "Flatliners", "The Usual Suspects" og "Beetlejuice" allar góðar. Svo kom "Vampires". Hún var fyndin því hún var svo léleg og pólitískt vitlaus. Aðalsöguhetjan er auðvitað sígarettubryðjandi vampírubani í leðurjakka og gallabuxum með sólgleraugu og barnalegan kúkur/piss/ríða húmor. Hann hefur gaman að því að sparka og skera í presta og væna þá um hommaskap meðan aðstoðarmaður hans kallar aumingja vændiskonuna sem þeir dragnast með sér í sífellu tík og hóru. Það er að segja þegar hann er ekki upptekinn við að binda hana nakta við rúm eða lemja hana.
Núna eru líka lagningadagar. Ég fór á ræðukeppni milli kennara og nemenda sem ég veit reyndar ekki hvernig fór ennþá en bæði liðin stóðu sig vel. Nemendur voru á móti frjálsri mætingu en kennarar með. Dóri DNA kom með sínar venjulegu, sniðugu orðháksræður en var ekki alveg eins dónalegur og stundum áður (afhverju ætli það sé) en var samt góður. Ugla færði rök fyrir hörðum aga og opinberum refsingum ásamt mætingarskyldu og svo var góð æsingarræða frá Hyrti og róleg og falleg ræða frá hinum. Kennararnir voru kannski ekki eins æfðir í þessum morfísræðum og nemendurnir en komu með góð rök og skemmtilegar ræður. Lárus skólastjóri var skemmtilegur og fyndinn í báðum sínum ræðum og var kannski líflegastur kennaranna. Þórunn var einnig með skemmtilegar ræður og góð rök með smá undirliggjandi kaldhæðni. Stefán karlsson var kannski svolítið þurr en kom með marga mjög góða punkta. Svo horfði ég einnig á "2001 a space odessy" og skrapp á málfund með helstu stjórnmálamönnum landsins.
|