sunnudagur, desember 26, 2004

Ég vann á póstinum í sjö daga. Þeir voru ekkert sérstaklega skemmtilegir og ég man lítið frá þeim nema það sem gerðist í vinnunni.
Ég var settur í að hjálpa konu með það að bera út í Á-löndin en það skemmtilega hverfi inniheldur meðal annarra gatna Áland, Árland, Ánaland, Álfaland, Álftaland og Aðalland. Þetta ásamt því að fólk virðist ekki hafa hugmynd um hverjum það er að senda jólakort (t.d. var jólakort sem átti að fara til Ólafs Ingimundarsonar stílað á Ómar Ingimundarson, afhverju senda kort til manns sem þú mannst ekki hvað heitir?) eða hefur verið annsi jólaglöggað þegar það skrifaði kortin olli því að útburðurinn gekk "misvel". Það tók líka fjóra tíma að bera út í þetta hverfi sem var reyndar ágætt því að þá þurfti ég ekki að taka annað hverfi og ég var oftast búinn á frekar skikkanlegum tíma (nema þegar ég þurfti að flokka póst í póstnúmer til hálf sjö, en þá fengum við pítsu svo það var svosem allt í lagi).
Mig grunar að ég hafi ekki fengið háa einkunn hjá konunni sem ég hjálpaði (nema kannski slúðrið sem Jói bar í mig hafi ekki verið um mig sem ég held að það hafi verið). Konan sagði mér líka frá því hvað hún hefði verið með ómögulegt jólastarfsfólk og að eftir hennar umsögn væri líklega útséð um að það fengi vinnu hjá póstinum aftur. En það er ekki svo slæmt því það hjálpar mér bara að standa við loforð mitt um að vinna ekki aftur hjá póstinum. Ekki að það sé slæm vinna hún er bara svo rosalega leiðinleg og ég held að ég sé misheppnaður póstmaður. Reyndar man ég ótrúlegustu hluti um íbúa hverfisins míns eftir aðeins viku starf en það er frekar ábyrgðarmikið og ég held að ég sé annaðhvort of mikill klaufi eða ekki nógu samviskusamur í það.

Það sem af er af jólum hefur svo bara verið frekar ánægjulegt.
Aðfangadagurinn byrjaði klukkan þrjú hjá mér eftir að ég lagði mig eftir vinnuna (hún eyðilagði samt svolítið jólaskapið og fékk mig til að hata jólakort og sendanda þeirra, ekkert persónulegt, þið skrifið bara illa og eruð kærulausir). Allavega, á aðfngadag skreytum við systkinin jólatréð. Síðast var það diskóþema en nú var það hátíðlegra með eingöngu rauðu og gylltu jólaskrauti (já við eigum allt of mikið af því). Svo var maturinn bara til mjög tímanlega um sexleitið akkúrat þegar gestirnir komu. Það voru reyndar bara afi og amma í móðurætt. Gestunum fækkar sífellt, einu sinni voru bæði pörin af öfum og ömmum, afabróðir minn heitinn, langamma og franski núna fyrrverandi kærasti systur minnar. Eftir matinn tókum við upp gjafirnar og ég er bara sáttur. Ég fékk "The curious incident of the dog in the night-time" sem ég er að klára, "Heimskir hvítir karlar", "Ríðið okkur" og disk með Miles Davis inn í tölvuleikja pakka sem ég hélt að væri sjúkur brandari um tölvumissi minn, kúlur, after eight, 13.000 krónur frá öfum og ömmum, 5000 til framtíðar og 8000 í tölvu, loðna pshycadelic slöngu, regnhlíf, jakkaföt og bindi, buff og svo er ég örugglega að gleyma einhverju. Bróðir minn fékk svo síma.
Á jóladag var ég svo vakinn upp á þeim mjög ókristilega tíma, hádegi, með orðunum "vaknaðu gutti, förum eftir hálftíma, má ekki eyða inneign". Við vorum að fara í hangikjöt hjá afa og ömmu sem komust ekki á aðfangadag og þar hittum við bróður pabba og fjölskylduna hans ásamt Sigurgeiri kærasta þóru og spiluðum skemmtileg spil. Pabbi og Sigurgeir unnu mig og frænda minn í sequence en ég, systir mín og Sigurgeir rústuðum barna og unglinga gettu betur spilinu. Í kvöld komu svo Jói og Hjálmar og við spiluðum Scrabble. Hjálmar vann. Á morgun er svo Gettu betur æfing og þá fæ ég vonandi gjöfina til Jóa sem ég gleymdi upp í Rimaskóla á Þorláksmessu.
|

miðvikudagur, desember 15, 2004

Loksins, loksins jólafrí.
Nú þegar prófin eru búin get ég farið að njóta lífsins.

Á fimmtudaginn byrja ég svo á póstinum.
|

þriðjudagur, desember 07, 2004

Jæja mesta prófatörnin er búin.
Íslenskan gekk bara vel sem og danskan en franskan og eðlisfræðin ekki alveg eins vel.
Ég náði ekki að klára eðlisfræðina en ég klúðraði henn samt ekki. Ég sleppti tveimur erfiðum dæmum vegna tímaskorts en ég held að ég hafi gert restina rétt. Fékk náttúrulega ekki tíma til fara yfir svo maður veit aldrei. Ég náði ekki alveg að semja sómasamlegan texta í frönskuprófinu bæði vegna smá tímahraks og líka vegna þess að ég gleymdi eignarfornöfnunum í eintölu og hvernig á að segja hvað klukkan er.
Svo vil ég bara minna á að ég er með aðra bloggsíðu en þar er að finna hinar réttu stjórnmálaskoðanir mínar sem allir aðrir ættu auðvitað að taka sér til fyrirmyndar.
|

miðvikudagur, desember 01, 2004

Það verður lítið að gerast hérna næstu tvær vikurnar (ekki eins og ég bloggi mikið oftar) því að ég er byrjaður í prófum.
Í morgun var jarðfræðiprófið. Það gekk vel. Held ég. Ég verð að fá einhverjar háar einkunnir til að vega upp á móti fögum eins og dönsku og stærðfræði, hugsanlega. Næst á dagskrá er dönskuprófið á morgun en það er mest úr bókmenntum og svo einhverju ólesnu, jibbí "Min ven Thomas". Ég er búinn að setja mér markmið í fögunum en ég ætla ekki að birta þau hér ef þau skyldu ekki nást.
Svo byrjar jólafríið. Ein vika hjá póstinum og bókalestur fyrir gettu betur í millitíðinni. Vonandi verðum við búin að fá tryggingaféð áður en prófin klárast svo ég geti keypt mér nýja tölvu eftir þau.
|