miðvikudagur, október 26, 2005

Besservisserinn er í góðum farvegi og satt að segja hafa allt of mörg lið skráð sig (svona 9). Ég vil bara átta. Enn við erum greinilega svona vinsæl.

Fimm staðreyndir sem þið vitið ekki um mig. Það gæti orðið erfitt.

1.Þegar ég var lítill var ég rosalega íhaldssamur. Ég hefði kosið sjálfstæðisflokkinn þá. Ég sveiaði líka yfir unglingum og mig langaði til þess að verða ríkasti maður í heimi. Helsta fyrirmyndin mín var líklega Jóakim Aðalönd. Ég er ekki viss um að pabba og mömmu hafi líkað það.
2. Mjólk og ég eigum í skrítnu sambandi. Ég hef varla drukkið léttmjólk síðan ég drakk hana yfir mynd af feitasta manni í heimi í mogganum og fann ostabragð af henni. Ég drakk líka skemmda mjólk í laugarseli þegar ég var í fyrsta bekk og ég hef ekki drukkið hana úr litlum fernum síðan. Eitt það versta sem ég hef lent í var það að drekka græna mjólk beint úr fernunni. Ég fer enn mjög varlega með síðasta söludags stimpilinn á mjólk.
3.Ég er rosalegur nörd. Ég kubba legó star trek geimskip heima hjá mér og mér finnst gaman að velta fyrir mér hlutum sem tengjast vísindaskáldsögum og öðru nördalegu eins og samspili stjónmála og efnahagsmála.
4. Ég er með appelsínugula beltið í Júdó og ég get drepið með því (það er að segja ef fólk stendu kyrrt og leyfir mér að kirkja sig með því).
5.Ég lék mér með tuskudýr þangað til að ég varð tólf ára. Ég og Máni áttum samtals svona 12 tuskuketti sem við notuðum í hlutverkaleiki. Fyrir það var ég búinn að búa mér til heilann heim sem ég lék mér í með öllum vinum mínum. Mig minnir að ég hafi verið forseti. Ef ég fer lengra aftur í tíman þá lifði ég mig enn meira inn í leikina.
|

þriðjudagur, október 18, 2005

Eftir mjög stutta skólaviku hófst vetrarfríið. Það byrjaði á mjög menningarlegum nótum því að ég fór með Jóa og Beggu á þöglu Hitchcock myndina "The Lodger" með undirspili sinfóníunar. Myndin var annsi spennandi og á tímabili gleymdi ég að það væri sinfóníuhljómsveit að spila undir enda passaði tónlistin mjög vel við myndina.
Á fimmtudaginn datt mér í hug að halda pítsuæfingu en fyrirvarinn var full stuttur svo að eingöngu liðið, Katla og Jónas mættu. Þegar átti að redda pítsu kom upp annað vandamál því að Little Cesars, fyrirtækið sem nemendafélagið er með pístusamning við, er ekki með heimsendingar þjónustu og ekkert okkar var á bíl. Ómar gjaldkeri leyfði okkur reyndar að panta pítsu annarstaðar frá svo það reddaðist. Vonandi verður hann ekki fúll yfir reikningnum fyrir pítsunni, brauðstöngunum og kjúklingavængjunum ásamt sósunni. Annars var æfingin mjög góð. Kvöldinu lauk ég svo með því að spila risk.
Jói bauð mér í mat á laugardaginn og eldaði fína burrito. Eftir staðgóða máltíð fórum við ásamt Baldri að sjá skemmtilegustu mynd sem ég hef séð í langan tíma, "Wallace and Gromit in the Curse of the Were-Rabbit". Gromit er best leikna persóna sem ég hef séð í bíómynd miðað við að enginn leikur hann (þar sem hann tjáir sig bara með látbragði talar enginn fyrir hann). Það sést kannski ekki eins vel í þessari mynd og stuttmyndunum en á móti kemur að hún er alveg ótrúlega fyndin og það er svo mikið af litlum fyndnum smáatriðum (kannski ekki skrítið þar sem að það náuðst aðeins 3 sekúndur af efni á dag hjá hverjum hóp og því nógur tími). Það tekst líka að skapa svo skemmtilegt andrúmsloft með tökunum, "leiknum" og sviðsmyndinn hvort sem það er til þess að skapa spennu eða hryllingsmynda stemmingu.
Eftir myndina veiktist ég svo af einhverri leiðinda flensu sem ég er fyrst núna að jafna mig af.
|

sunnudagur, október 09, 2005

Stórfélagsferðin var subbuleg. Tímaskynið breytist þegar maður vakir yfir heila nótt. Að sofa úti er þægilegt þangað til einhver byrjar að flauta. Stórsveit Reykjavíkur er skemmtileg og það eru líka hamborgaranir á búllunni sem ég fór á í afmæli Guggu og Baldurs. Til hamingju. Þetta var úrdráttur úr færslu sem hvarf þökk sé blogger (ég held að hann takmarki lengd færslnanna hjá mér).

Ég lofaði mér í Mortar (innanskólaræðukeppni MH) með Kömmu og Gulla. Ég verð með kristni, á miðvikudaginn eftir skóla. Nú fáið þið að sjá hve góður ég er að flytja ræður (það er í genunum).
Vikan leið mjög hratt enda eyddi ég henni allri í að (fresta því) að gera heimspekiritgerðina mína um "The Matrix". Ég kláraði hana þó fyrir föstudaginn en átti reyndar eftir að láta Kömmu fara yfir hana og skrifa heimildaskrá. Kamma og ég höfum mismunandi skoðanir á æskilegri lengd setninga og fjölda komma í þeim en hún gerði ritgerðina mína skiljanlegri svo ég vil þakka henni fyrir það (ekki fyrir að vilja breyta staðhæfingu í spurningu þó).
Skrifandi um Kömmu þá eyddi ég helginn hjá henni. Á föstudaginn í misheppnuðu en þó skemmtilegu matarboði og á laugardaginn í teiti.
|