fimmtudagur, september 30, 2004

Þessi dagur hefur verið viðburðaríkur.
Í gær fékk ég örvæntingarfullt sms frá Erni þar sem hann sagði að löggan væri búin að uppgötva DC og væri að handtaka fólk. Miðgarður og Ásgarður duttu niður en Vallhöll var enn upp um kvöldið og þar voru allir með hysteríukast eins og Ernir og fólk talaði um að það væri fólk að lenda í fangelsi og tölvur teknar af oppum. Ég trúði þessu rétt mátulega og vissi að löggan færi aldrei að handtaka 2000+ unglinga. En já í dag kom þetta í Mogganum, sjónvarpinu og útvarpinu. Svo virðist sem að stórtækustu gaurarnir hafi verið yfirheyrðir og gerð húsleit hjá þeim um allt land og tölvurnar teknar til rannsóknar og haft verður samband við 100 aðra. Enginn á Valhöll hefur verið tekinn svo ég viti til en hann lá samt niðri, ég býst við að fólkið sem hafi verið tekið hafi verið á einhverjum ofurhöbb, en þetta er víst bara byrjunin. Fæ ég kannski aldrei aftur fríar myndir og tónlist en mér verður þó varla refsað þar sem ég er ekki svo stórtækur og þeir sem voru teknir og það eru eiginlega allt of margir til að hægt sé að rannsaka alla.
Gleðilegri fréttir eru hinsvegar þær að í dag tilkynnti Jónas mér að ég hefði verið hæstur á Gettu Betur prófinu yfir skólan og að ég yrði látinn vita fyrir fyrstu æfingu, ætli þetta þýði að ég sé kominn í liðið?
Svo var ég að frétta að það hefði verið stofnaður þráður á NFMH þar sem ég er sagður svalur gaur vegna áhuga míns á Star Trek. Tjékkið á því hér ef þið hafið aðgang það er að segja.
|

sunnudagur, september 19, 2004

Langt síðan ég hef skrifað hér. Síðast þegar ég gerði það gat ég tildæmis ekki sýnt ykkur hvar ég er að skrifa þetta eins og ég geri núna. Ég gat heldur ekki látið inn myndir sökum vanþekkingar á html.



Jæja nóg af monti.
Skólinn er búinn að vera fínn nema að ég er strax búinn að klúðra stærðfræðiprófi. Kannski smá huggun í því að það voru tvö stærðfræðipróf sama daginn en samt ekki nógu gott. Núna er busadagurinn yfirstaðinn því miður því útaf áðurnefndum prófum gat ég ekki notið hans til fulls og á morgun er svo Gettu Betur inntökuprófið.
Síðustu helgar hafa allar verið mjög svipaðar að því leiti að sömu vinirnir hittast á sama staðnum, semsagt hér með örfáum undantekningum tildæmis afmæli Baldurs og Guggu þar sem við fórum á Ruby Tuesday sem ég mæli ekki með og svo á the Terminal og Collateral. Í gær var svo partí hjá foreldrum okkar sem átti að vera frá fjögur til sex en síðustu gestirnir fóru ekki fyrr en þrjú. Sögudeildin í MH er greinilega villt partýdeild.
|