fimmtudagur, janúar 19, 2006

...Kvennó.

Sjá hér.
|

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Í morgun vaknaði ég klukkan 7:30. Ég ákvað að skrópa ekki en fá í staðinn far hjá Jóa og Guggu í skólann. Það reyndust mistök því að kennarinn minn var veikur og ég var í gati eftir fyrsta tímann svo ég hékk tæpa þrjá tíma upp í skóla áður en ég fór í tíma. Eftir góða máltíð og bað heima rifjaði ég upp fyrir keppnina og svo komu Hildur, Snorri og Jónas og við horfðum á Family Guy enda engin ástæða til þess að stressa sig fyrir keppnina.
Að loknum bíltúr og mexíkanskri máltíð mættum við á keppnisstað. Flensborg var alveg óþekkt stærð en þeir stóðu sig frekar vel þó við sigruðum 20-17. Þeir geta þó hugsanlega komist áfram sem stigahæsta taplið. Núna þurfum við bara að herða okkur við lesturinn svo að við komumst örugglega í sjónvarpið og helst eitthvað lengra. Spurning á móti hverjum við lendum?
|

mánudagur, janúar 16, 2006

"Samgöngumálaráðherra missti af fundi um bættar samgöngur vegna ófærðar."

Allavega þá er komið nýtt ár. Þægileg stundartafla, skemmtilegir tímar og Gettu betur. 3/5 af tímunum mínum eru í vali og fjalla allir um Evrópu og kommúnista. Líklega verða þær tvær annir sem ég á eftir svipaðar því að ég á aðeins 18 einingar eftir. Mikið af nýja árinu mun auðvitað helgast Gettu betur lærdómi en þó býst ég við að einhver tími verði aflögu fyrir bíómyndir og slæping.
Ég býst ekki við því að þetta verði mjög viðburðaríkt ár að öðru leiti í mínu lífi. En þó er nokkuð sem vert er að taka eftir. Þetta ár er helgað eyðimörkum og eyðimerkingu (desertification), Rembrant (400 ára), Mozart (250 ára) og Tesla (150 ára). Það er einnig ár hundsins í kínverskri stjörnufræði og Aspergersjúklingar geta fagnað 100 ára afmælis mannsins sem gaf krankleika þeirra nafn. Öllu kvíðvænlegri er þriðja heimstyrjöldin sem mun skella á seinna í ár samkvæmt Doctor Who.
Gleðilegt nýtt ár?
|