laugardagur, október 30, 2004

Síðustu helgi hélt ég partí í kjallaranum, Sing Star partí meira að segja. Ásamt Magga sem kom með leikinn og Stulla sem kom með sjónvarpið ásamt þeim komu Jói, Ernir, Baldur, Gugga, Katla, Begga, Hjálmar, Hulda Rún, Alexander og Hörður. Allir sungu með misjöfnum árangri, sumir oftar en aðrir. Eftir að fólk fór að tínast í burtu voru Katla, Jói, Gugga, Maggi og Stulli eftir, ásamt Huldu sofandi, eftir og spjölluðu um gáfulega hluti.
Þessi vika hefur svo að mestu leiti verið rólega nema hvað að mamma hefur dregið mig í leikfimi þrisvar sinnum til að byggja upp smá vöðva. Það veitir kannski ekki af en hasperrurnar hafa verið frekar slæmar.
Máni hefur svo verið á landinu og ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Hann er kominn með nýjan GSM síma ef hægt er að kalla tryllitólið síma, frekar tölvu. Hann getur farið á netið og á MSN í staðinn fyrir að tala í hann. Hann og Baldur komu svo á föstudaginn og við skoðuðum nýjan tölvuleik sem á að vera framhald af Transport Tycoon, Locomotion.

Stundum fæ ég skrýtna tilfinningu sem helst er hægt að líkja við nostalgíu. Ég byrja að hugsa með söknuði til teiknimyndanna sem ég horfði á þegar ég var lítill. Þetta olli því tildæmis að ég horfði á Lion King aftur í sumar í fyrsta sinn með ensku tali. Hún var enn skemmtileg og það að heyra James Earl Jones og Rowan Atkinson tala fyrir hana var ný upplifun. Verra er þegar ég fer að hugsa um minna þekktar myndir og þætti sem ég hef séð en hef ekki hugmynd um hvað heita. Tildæmis man ég eftir teiknimyndaþáttum í morgunsjónvarpinu um einhvern hest baráttu hans og öðrum um ísbjörn og kanínu í leit að heimili ísbjörnsins. Þegar ég fæ þessa tilfinningu hugsa ég oft um teiknimyndir með dýrum sem hegða sér eins og menn og eru oftast ekki Disney myndir, myndir sem ég sá með systur minni á sunnudögum í bíó þegar ég var lítill. Þetta er furðuleg tilfinning svipuð þeirri tilfinngu sem ég fæ stundum þegar ég hugsa um fantasíur eins og Hringadróttinssögu, Narníubækurnar og jafnvel Harry Potter. Einhverskonar ævintýraþrá eða eitthvað um glataða æsku (best að hætta fljótlega áður en ég fer að tala um eitthvað Fraudískt eins og ödipusarduld), löngun til að taka þátt í ævintýrunum og myndunum sem ég skemmti mér yfir í æsku.
Kannski er þetta einhver afleiðing þess hve teiknimyndir eru dramatískar, sorglegar og ævintýralegar. Barnaefni er nefnilega stundum frekar skrítið. Það þykir eðlilegt að börn horfi á myndir eins og Lion King og Bamba sem eru með sorglegustu myndum sem ég veit um (ég grét tildæmis allan tímann þegar ég sá Lion King) og margar innihalda ofbeldi, spennu, ást og jafnvel drykkju, reykingar og fleiri eðlilega en kannski ekki beint barnalega hluti. Þetta þykir það samt því okkar heimi með öllum þessum hlutum er varpað yfir á heim með talandi dýrum og ævintýrum og það er ekkert nýtt. Tommi og Jenni eru tildæmis frekar ofbeldisfullir en eru örugglega á sextugsaldri. Ég veit svosem ekkert hvað ég er að bulla en mér finnst þetta athyglisvert og í rauninni bara ágætt. Að minnsta kosti hefur þetta tilfinningaklám, eins og systir mín kallaði þetta, ekki haft mjög slæm áhrif á mig. En já þetta vekur upp skrýtnar tilfinningar. Undanfarið hafa svo fullorðinslegri fantasíur eins og Star Trek og Hringadróttinssaga tekið við sem minn raunvöruleikaflótti og útrás fyrir leynilega þrá mína eftir ævintýralegra lífi.
|

þriðjudagur, október 19, 2004

Ég er semsagt kominn í Gettu Betur og hef mætt á tvær æfingar.

Ég var í sumarbústað í vetrarfríinu þar sem ég slakaði á og reyndi að klára að lesa Catch-22 sem er ansi skemmtileg þrátt fyrir að vera 455 blaðsíðna löng.

Ég er að taka tripp í laganiðurhali og er að ná í næstum allt eftir Wagner, Carmen eftir Bizet, fullt eftir Chopin og Soundtrackið úr öllum hringadróttinssögumyndunum (nema tveggja turna tali því ég á það) og ég hef nú þegar náð í eitthvað eftir Led Zeppelin, Pink Floyd og Schubert.

Á morgun halda pabbi og mamma partý í tilefni þess að vinur þeirra frá Bandaríkjum Norður Ameríku er á landinu.
|