miðvikudagur, júní 29, 2005

Stærsta bíó í Evrópu var stórt. Nógu stórt til að Batman Begins væri sýnd þar með bæði venjulegu frönsku dubbi og það sem er óvenjulegara, með einungis frönskum texta en ensku tali. Ég fór einn á þá útgáfu meðan hinir fóru á talsettu útgáfuna. Þórdís (kona frænda míns) vildi fara með mér á ensku útgáfuna en þurfti að fara með littlu strákunum svo hún gæti fylgt þeim á klóstið í miðri mynd. Ég skildi afhverju seinna. Þar sem það eru engin hlé í Frakklandi þurfa bíóin að selja popp og kók í stærri umbúðum. Kókið var til í 50 cl. 80 cl. og líters umbúðum. Þar sem ég keypti mið stærð af popp var ódýrast að kaupa miðstærð af kóki líka en eftir myndina var í rosalegum spreng og næsta klósett var tveimur hæðum og 20 bíósölum neðar (það voru a.m.k. þrjátíu). Myndin var frábær en svona finnst mér Batman vera. Hann er náttúrulega flottasta ofurhetjan því að hann er ekki ofurhetja, hann er bara "venjulegur" maður í góðu formi sem nýtir sér hátæknigræjur til að berjast gegn glæpum. Siðferðilegi (hvað þá lagalegi) grunnurinn að baráttu hans er líka frekar umdeilanlegur og það er ágætt að myndin tekur ekki endilega afdráttarlausa afstöðu með henni. Leðurblökumaðurinn þróast líka sjálfur og gerir sér grein fyrir því að hefnd og miskunarleysi er ekki rétta baráttuaðferðin. Svo var hún mjög flott og kannski aðeins raunsærri en súrealísk/gotnesku Tim Burton myndirnar hvað þá seinni myndirnar.
|

laugardagur, júní 25, 2005

Á miðvikudaginn fór ég í tívolí með nokkrum gestum sem enn voru eftir úr afmælinu, frændum mínum og stelpunum tveimur úr síðustu færslu. Ég hef aldri verið mjög hrifinn af svona ferðatívolíum því mér finnst alltaf að þar sé samankominn einhver óþjóðalýður og tækin þar eru hönnuð til að maður kasti upp matnum sem maður keypti í einhverri skítugri sjoppu. Þar fyrir utan eru milljón básar sem bjóða manni upp á að vinna skrítið drasl og tuskudýr í yfirstærð, skreytingarnar á tækjunum og básunum eru svo með því smekklausasta sem fyrir finnst. Þó skemmti ég mér ágætlega, sérstaklega í klessubílunum þar sem ég gat fengið útrás fyrir innbyrgða reiði, þrátt fyrir að vera allan tíman með smá verk í maganum. Það tók okkur svo klukkutíma að komast heim því að hitarnir hérna ollu því að léttlestarsporin þöndust of mikið út og eiðlögðust á kafla, svo ganga strætóarnir bara á klukkutíma fresti seint á kvöldin svo við enduðum á að láta sækja okkur.
Næsta kvöld fór ég á einn flottasta veitingastað sem ég hef farið á. Fyrir utan að vera fáránlega nútímalegur var maturinn og öll umgjörðin óskaplega flott, svo var hann líka búinn mjög góðu kælikerfi. Fyrst fengum við fordrykk á neðri hæðinni og svo völdum við úr einum af sex aðalréttum, en út frá þeim valdi kokkurinn forrétti sem hentuðu (því betri sem veitingastaðurinn er því minna er úrvalið). Inn streymdu framandi réttir á mörgum agnarsmáum diskum og þemað virtist vera eitthvað út í japanskt. Þó að réttirnir væru skrítnir og að ég þekkti fæsta voru þeir allir góðir og ég fékk mína bestu matarupplifun hingað til. Til að kóróna allt fórum við svo út í kvöldhitann og fengum okkur Häagen Dahz ís fyrir utan dómkirkjuna. Ég ákvað að breyta til og fékk mér hindberja og mangó sorbet í staðinn fyrir venjulegu (leiðinlegu) minntu og súkkulaði samsetninguna mína.
Í gær í skólanum á leiðinni að kaffiteríunni kom svo nokkuð skrítið fyrir mig. Maður sem ég hafði aldrei séð kom upp að mér og byrjaði að tala við mig á tungumáli sem ég skyldi ekki neitt í og það var ekki franska. Eftir nokkarar setningar sem ég skyldi ekki gafst maðurinn upp og spurði mig: "Tu es Islandais, non", Þú ert íslenskur er það ekki. "Oui" svaraði ég þá og maðurinn sagði mér að hann hefði heyrt að ég væri íslenskur en að hann hefði eytt heilu ári í Svíþjóð og kynni þessvegna sænsku. Hann hélt að Íslendingar ættu að geta skilið sænsku því að hún væri svo lík dönsku og spurð hvort að ég kynni ekki smá sænsku. Þá fataði ég að hann hafði verið að tala sænsku en ég hafði ekki skilið hana því að ég var að hlusta eftir frönsku (eða jafnvel ensku). Nú ætlaði ég að fara að sýna hvað ég kynni í sænsku (ég tala skóladönsku en skipti út "ikke" fyrir "inte" og "meget" fyrir "mycket") og bjó mig undir að eiga samtal við hann á því tunugmáli. Þá sagði ég: "Jag tala un peu". "Ég tala" á sænsku og "smá" á frönsku. Ég reyndi að mynda fleiri setningar á skandinavísku en það kom bara franska. Maðurinn skyldi þetta og fór að segja mér á frönsku að hann hefði lesið Njálu og ég svaraði bara á frönsku.
Í dag fór ég að versla og keypti mér skyrtu, bol, flíspeysu, sundkýlu og sokka. Svo keypti ég nokkrar gjafir og fékk gefinns póstkort því að ég er íslenskur og auka kúlu á ísinn minn því að ég beið lengi eftir honum. Það ringdi líka í fyrsta skipti í dag og það var engin smá rigning og það var samt heitara en á íslenskum sumardegi. Núna var ég svo að baka pítsu en það var reyndar ekki mjög góð mæting svo að ég geymdi afganginn af deginu fyrir morgundaginn.
|

miðvikudagur, júní 22, 2005

Byrjaði á nýju námskeiði á mánudaginn. Tveir af því gamla voru líka þar.

Í gærkvöld fór ég á fête de la musique sem er árviss atburður hér í Frakklandi á sumarsólstöðum. Draslið yfir e-inu þýðir að s hafi verið fellt út á eftir því og ef að þið bætið því inn í sjáiði að gefinni smá dönskukunnáttu hvað þetta er.
Allavega þá fór ég þarna niður í bæ með traminu eða léttlestinni á íslensku og þrátt fyrir að vera álíka vinsæl hátíð og 17. júní á Íslandi, a.m.k. miða við mannfjöldan sem var þarna, þá gengu þær ekkert tíðar en venjulega á kvöldin, semsagt sjaldan. Af þessum sökum minnti stoppustöðin á það sem maður hefu heyrt frá japan. Það hefði allavega verið ágætt að fá nokkra japani með prik til að troða fólki betur inn í lestarnar.
Niðri í bæ hitti ég Kanadíska skiptineman og vinkonu hennar. Eftir nokkrar spurningar um framburð á nafninu mínu ákvað vinkonan bara að kalla mig Andrew. Eftir það þróuðust samskiptin á mjög furðulegan hátt. Þeirra samskipti fóru náttúrulega öll fram á ensku (sem er mun skárra en á frönsku) en þau einkenddust af gagnkvæmum og mjög hröðum móðgunum og sniðugheitum ásamt því sem skipt var um umræðuefni á 30 sekúndna fresti. Þrátt fyrir að vera langt frá því fjandsamlegar átti ég mjög erfitt með að taka þátt í umræðunni því að þegar ég gerði það var mér svarað með kaldhæðnum móðgunum settum fram á mun betri ensku en ég get tjáð mig á með stuttum umhugsunartíma, af tveimur einstaklingum. Þegar ég hafði komið saman sæmilega orðuðu tilsvari var búið að skipta um umræðuefni og það orðið asnalegt. Þegar ég kvartaði undan þessu aumkuðu þær sig yfir mig og gáfu mér algjöra þögn til að tjá mig, sem setti mig náttúrulega algjörlega út af laginu. Þetta var svona eins og að tala við tvöfaldan Jóa á vondum degi á ensku á msn, nema bara í eigin persónu. Á endanum hætti ég bara að tala og tjáði mig eingöngu með augnabrúnunum og einstaka einsatkvæðisorði.
|

laugardagur, júní 18, 2005

Ég er búinn að laga lyklaborðið en núna á ég í smá vandræðum með að venjast því aftur.
Síðustu helgi fór ég upp í Voges fjöll í smá útilegu, af því að ég gisti í tjaldi ekki í alpakofanum. Þarna var ég umkringdur 15 Frökkum og neyddist til að tala smá Frönsku. Þetta var ágætt þó að ég hefði geta sofið betur og ég fann uppáhalds ostinn minn, Munster (ætli það sé Münster). Strax farinn að laga mig að frönskum siðum, nema að mér finnst áfengi enn vont hvort sem það er bjór, rósavín, rauðvín eða hvítvín. Ég er líka farinn að borða minna nammi af þeirri einföldu ástæðu að ég hef ekki fundið það ennþá. Ekki nema von að Frakkar séu svona heilbrigðir. Afi ætlar svo að borga undir mig tvær vikur af frönskunámskeiði í viðbót svo ég hef nóg að gera.
Núna er svo fertugsafmæli konu frænda míns í gangi. Fullt af brjáluðum íslendingum komu hingað á fimmtudagskvöldið og var þeim troðið inn á forviða Franska fjölskylduvini. Í gær fór þessi hópur að mér meðtöldum í dagsferð með rútu um Alsace. Við keyrðum í gegnum þorp klippt útúr einhverju krútlegu ævintýri með blómaþökktum framhliðum í einhverjum þýskum miðaldastíl. Það passaði líka við næst part ferðarinnar sem var heimsókn í Haut Koeningsborg sem er eins og nafnið bendir til (á þýsku) kastali. Vegna hinnar frægu stundvísi íslendinga þurftum við að seinka heimsókninni um tvo tíma meðan farið var í lautartúr. Leiðsögumaðurinn talaði ensku og var mjög fróður en var ekki mjög hrifinn af börnum. Kastalinn var upphaflega bygður á 12. öld fyrir Hið Heilaga Rómverska Keisaradæmi en var endurnýjaður samkvæmt nýjustu tísku á 15. öld. 1633 í þrjátíu ára stríðinu var hann svo brenndur af Svíum. Það sem mér fannst samt merkilegast var að hann var endurnýjaður í sinni 15. aldar mynd 1900-1908 samkvæmt skipun frá engum öðrum en Vilhjálmi öðrum Þýskalandskeisara og Prússakóngi. Ekki nóg með það heldur var endurgerðin mjög fagmannleg og virti sögulegt gildi kastalans og allt var gert til að hann yrði í raun og veru eins og 15. aldar kastali. Reyndar var nokkrum þýskum örnum bætt við skreytingarnar og búinn til ein mikilfenglegur salur sem ekki var í gamla kastalanum til dýrðar Þýska keisaradæmisins og til þess að staðfesta tilkall þess til Asace hérðsins sem þeir höfðu hernumið 1871. Þó að Vilhjálmur II hafi kannski asnast til að hrynda af stað fyrri heimstyrjöldinni gerði hann að minnsta kosti eitthvað rétt. Áfram héldum við í vínsmökkun þar sem ég las í Silmerlinnum og svo í annan blómlegan miðaldabæ með mörgum verslunum. Loksins enduðum við í margrétta máltíð í sveitaveitingastað um kvöldið.
Í gær lá ég mest megnis í leti en um kvöldið var veisla og hlaðborð. Maturinn og tónlistin var frábær en það var helst að mig vanntaði einhvern til að tala við. Helmingurinn af bæði börnum og fullorðnum talaði frönsku, en tónlistin yfirgnæfði þá littlu frönsku sem ég hefði skilið (Frakkar eru líka gjarnir á að orða skrítnar spurningar þannig að þær verði en skringilegri). Þeir sem töluðu íslensku voru svo annaðhvort fullorðini sem ég þekki lítið og yngri krakkar. Þessvegna fór ég út til að horfa á heiðan og stjörnubjartan himininn (síðustu dagar hafa verið allt of heitir). Meðan ég lá í grasinu vildi ég að kvöldin væru svona á íslandi bara með meira af stjörnum því að ég var í miðri ljósmengaðri Evrópu þar sem næsti heiði himinn er einhverstaðar í Ölpunum. Áðan voru svo teknar upp gjafirnar og slakað á í ríflega þrjátíu stiga hita. Núna er fólkið að tínast út á þýsku hraðbrautirnar í átt að Frankfurt og svo til Íslands og ég þarf að fara að kveðja það. Fæ svolitla heimþrá við tilhugsunina.
|

mánudagur, júní 13, 2005

Eg keypti og klàradi sidustu Calvin og Hobbes bokina, "It's a magical world", um daginn en thad var ein af fàum bokum i budinni sem var à ensku. Bokon endadi à ljùfsàrum notum og thad àsamt "a day in the life" eftir Bitlana gerdi mig orlitid thunglyndan og fekk mig til ad hugsa. Thetta er ekki sidasta Calvin og Hobbes bokin i safninu minu en èg à thrjàr eftir, eina sem ég hef hvorki lesid né keypt, eina sem ég hef lesid en ekki keypt og eina sem ég keypti en gleymdi à saenskum bondabae. Einhverntiman aetla ég ad kaupa thà sem ég hef ekki lesid. En hvad med hinar? Mig langar i allt safnid. En afhverju? Thad er ekki nog ad hafa lesid allt heldur verd ég ad safna thvi og eiga thad. Eg er meira ad segja haettur ad taka myndasogur à safninu nema thaer sem ég mun orugglega ekki kaupa svo ég geti réttlaett thad ad kaupa thaer. Heilathvottur neyslusamfélagsins, sofnunaraàratta eda bara gott adgengi ad skemmtilegum listaverkum.
Thetta tengist lika odru sem ég for ad hugsa um medan ég hlustadi à "a day in the life" sem er à safndisk med Bitlunum sem ég bjo til fyrir frakklandsferdina. Kannski er ég bara bùinn ad vera of lengi i MH en er thad rangt ad brjota upp thad heildstaeda listaverk sem platan à ad vera eda er hvert lag sjàlfstaett listaverk? Thad er nàttùrulega mismunandi eftir plotum en mér fannst ég vera ad gera eitthvad rangt thegar ég hlustadi à bitlalogin ein og sér àn thess ad vita à hvada plotu thau voru (kannski var thad bara hvad thau hljoma skringilega i heyrnartolum). Eg dirfdist heldur ekki til ad brjota upp Pink Floyd ploturnar sem ég à. Thetta veldur mér lika svolitlum heilabrotum thegar ég hled nidur tonlist. Ef ég er ad athuga einhverja hljomsveit à ég thà ad nà i safnplotu eda eitt og eitt lag og hafa svo kannski heyrt oll skemmtilegustu login thegar ég àkved ad nà i restina af disknum? Fyndid ad ég skuli vera ad velta thessu fyrir mér thegar ég er ad nà i tonlistina ologlega.
Thetta er audvitad umraeda sem er i gangi i MH i sambandi vid hve listraenn og "indi" madur tharf ad vera. Mà nà i best of diska? Mà nà i diska i stadin fyrir ad kaupa thà? Mà làta login à ipodinn sinn eda eru thad helgispjoll? Eda er kannski enginn madur med monnun nema hann eigi allt à vinilplotum. Allir verda ad vera sjàlfstaedir og skapa sinn eigin stil, sem er svolitlil thversogn. Thad mà ekki fylgja straumnum i MH svo ad thad er ordid "mainstream" ad vera ekki "mainstream" sem er audvitad ekki gott thvi ad thà er folk farid ad fylgja straumnum og thad er mikid gagnrynt i MH. Thessvegna er thad ad verda "mainstream" ad gagnryna hraesina sem à ad fylgja thvi ad thad sé ordid "mainstream" ad vera ekki "mainstream". Jà thad er athyglisvert ad vera i (sumarfri frà) skola sem er i stodugri tilvistarkreppu. Er thad kannski meiri hraesni en ad tilheyra hopi sem skilgreinir sig ùt frà thvi sem er i tisku og hvada merki eru vinsael? Hopi sem ad mér synast margir unglingar hér tilheyra.
Eg held ad lykillinn ad thvi ad virdast gàfulegur, listraenn og sjàlfstaedur samfélagsrynir sé ad vera alltaf einu threpi fyrir ofan umraeduna sem er i gangi og gagnryna hana thadan i heild sinni. Eins og ég er ad gera nùna?

E.S. Eg à sjo mismunandi bjormottur frà Heiniken. Fullkomid safn handa einhverjum sem hefur àhuga à tilgangslausu doti. Hver vill?
|

þriðjudagur, júní 07, 2005

Eg àttadi mig ekki à thvi fyrr en i gaer i hjolatùr ad ég er i Alsace eda Elsass à thysku, héradinu sem Thjodverjar og Frakkar og forfedur theirra hafa barist um frà falli Romaveldis. Héradid var undir stjorn Franka frà fimmtu old thangad til ad thad lenti undir stjorn hins Heilaga Romverska Keisaradaemis Habsborgara. Eftir 30 àra stridid 1648 fengu Frakkar thad thràtt fyrir ad thad vaeri ad mestu byggt Thjodverjum. Eftir osigur Frakklands i Fransk-Prùssneska stridinu 1871 misstu their thad aftur i hendur Thyska Keisaradaemisins en fengu thad til baka eftir sigurinn i fyrri heimstyrjoldinni. Til ad fyrirbyggja frekari innràsir Thjodverja byggdu their hid herfilega misheppnada varnarmannvirki "Maginot linuna" hér vid thysku landamaerin sem ég gekk akkùrat fram à i gaerkvoldi. Skemmtilegt ad saga seinni heimstyrjaldarinnar sé bokstaflega hérna i bakgardinum hjà manni.
Ein af àstaedunum fyrir ad ég er hérna er ad laera fronsku og thessvegna byrjadi ég à fronskunàmskeidi à mànudaginn. Eg er nokkud sleipur i màlfraedinni en thad er verra med tjàningu og skilning en thad hlitur ad koma. Jaeja med thessu nàmskeidi fylgdi okeypis skodunarferd um Heiniken brugghùsid hér i Strasbourg sem ég var ad koma ùr. Eg for med thremur konum af nàmskeidinu eftir ad vid fengum okkur ad borda smà. Ein var donsk bùsett hér i Strasbourg, onnur japonsk ad laera fronsku hér i eitt àr og sù thridja var filipseyjingur sem hafdi unnid vid haestarett Filipseyja en var nù hùshjàlp hjà Svissneskri fjolskyldu og hafdi ferdast um heimin med theim og var ad laera fronsku à theirra kostnad til thess ad fà goda vinnu. Med thessum furdulega félagsskap for ég i bjorsmokkunnarferd i Heiniken brugghus, ég sem drekk ekki. Eg smakkadi reyndar smà en mér finnst bjor ekki godur svo ég bordadi adallega snarlid.
Annars er litid annad ad frétta nema ad ég klàradi "The DaVinci Code" hérna en hùn er frekar svipud og "Angels and Demons". Skemmtilegar kenningar og flétta en verst ad geta ekki reitt sig à stadreyndirnar thar sem thetta er skàldsaga og madur hefur ekki hugmynd hvad af thessu er satt, skàldskapur, giskanir eda rangfaerslur. Allan timan vissi ég ad Ian McKellen hlyti ad leika "Sir Leigh Teabing" i myndinni og thad var rétt. Tho ekki nema ùt af thvi langar mig til thess ad sjà myndina. Talandi um thessa bok tha vaeri thad synd ad koma til frakklands àn thess ad fara à Louvre, verst ad thad er fjora tima i burtu.
|

laugardagur, júní 04, 2005

Thà er eg kominn til Frakklands, eins og sést kannski à stafsetningunni. Eg get skrifad litid à, é og ù af islensku stofunum en tvo med kommunni i vitlausa att. M og A eru à vitlausum stodum og madur tharf ad halda inni shift til ad fa punkt og tolustafi.
Ferdin gekk vel en hefdi getad gengid betur. Vid aetludum ad hafa bara handfarangur svo vid naedum rùtunni fra Frankfurt til Strasbourg en taskan min var vist 7 kiloum of thung. I sàrabaetur setti konan i afgreidslunni okkur framarlega i velina en thad var hlidina à neydarutgangi, ekki glugga, svo ég missti af thyskalandi ùr lofti. Thar sem farangurinn okkar var ekki i handfarangri thurftum vid ad bida eftir honum i thrjù korter. Eg sem hélt ad thjodverjar aettu ad vera skilvirkir. Vid misstum thà af rùtunni og sù naesta kom ekki fyrr en thremur timum sidar en vid fengum okkur bara ad borda à medan. Eg fékk tho ad sjà thyskaland ùr rùtunni og vid keyrdum à autobahn.
Talandi um gotur, ég hef fylgst med bilakosti thjodverja og frakka og thad er sma munur à. Svona 80% thjodverja aka um a thyskum bilum og ekki golf eda polo heldur storum Bensum, BMV, Audi og Passat. Restin eru franskir og japanskir bilar sem mig grunar ad hafi margir verid i eigu frakka. Frakkar eiga hinsvegar fjolbreyttari bilakost. Bara svona 50% virdast eiga franska bila en thad gaeti lika verid utaf thvi hve nàlaegt landamaerunum vid erum. Restin eru saenskir, thyskir, japanskir og spaenskir bilar. Their virdast lika vera minni en their thysku og meira um fjolnotabila og smabila en thessa thysku sedan bila.
I gaer for eg svo i staersta skemmtigard i Thyskalandi og 9 àra fraendi minn dro mig i staerstu rùssibanana, thar a medal thann staersta i Evropu. Thad var rosalegt. Thad var lika mjog "gott" vedur eda 30 stiga hiti. Thaegilegt fyrir Islending sem finnst 15 stig vera fint. Sem betur fer er eg frekar heitfengur. A manudaginn byrja ég svo à tveggja vikna fronskunàmskeidi.
Kvedjur frà Frakklandi.
|

fimmtudagur, júní 02, 2005

Þetta blogg hefur verið frekar dauft að undanförnu enda hefur líf mitt verið það líka. Enn er ég atvinnulaus aumingi en síðast sótti ég um starf sem felst í viðhaldi og garðyrkjustörfum í Breiðholtslaug í júlí og ágúst. Atvinnumöguleikar mínir skerðast hugsanlega af því að ég er að fara til Frakklands í júní sem Au Pair hjá frænda mínum og í leiðinni á frönskunámskeið.
Kannski ég hafi eitthvað um að blogga þá annað en myndbandagláp, bæjarferðir og mitt takmarkaða félagslíf. Kannski ég ætti að hætta að blogga um það sem ég geri og setja frekar fram hugleiðingar mínar um lífið og tilverunna. Ekki þó pólitík enda misheppnaðist sú tilraun hrapalega. Meira svona um bíómyndir, list, ljóð og almennt um lífið. Kannski efasemdir um gæði minna eigin skrifa flokkist jafnvel undir þetta enda sjást þær yfirleit hjá þeim bloggurum sem ég skoða og eru flestir fyrrverandi eða núverandi indí og artý MH-ingar. Bloggið mitt getur þá orðið grundvöllur fyrir líflegar umræður um háfleyga hluti.
Jæja núna er ég farinn til Frakklands, bless.

Je reviendrai
|