laugardagur, febrúar 28, 2004

Lagningadagarnir voru frábærir. Fyrst fór ég á kvikmyndafyrirlestur hjá Skara Skrípó sem var fínn en svo komst ég að því ræðukeppni á milli morfísliðs MH núna og fyrri meðlima Mh liða var aflýst. En ef henni hefði ekki verið aflýst hefði ég aldrei þurft að redda mér fjórum mætingarpunktum í spilaherbergi Diðriks og hefði aldrei lært að spila risk 2210 hjá barnaperranum úr busamyndbandinu. Ég fór líka á fyrirlestur um heimspeki Simpsons þáttanna sem fjallaði um að Simpsons fjölskyldan væri í raun ýkt útgáfa af amerískum raunvöruleika og ádeila á hann. Það er nú frekar augljóst hvað þetta er mikil ádeila (ætli bandaríkjamennirnir fatti það).
Á föstudaginn fór ég til Kömmu með Jóa (Deja vu) að horfa á Black Adder sem er fyndið. Svo fóru þau á árshátíð en ég á klámfengið (á mínum pempíulega siðferðisskala) en fyndið leikrit, Eldað með elvis og sættist við Guggu.
Í dag fór ég svo til afa á sjúkrahúsið og í kvöld fer ég að passa steinar og spila risk með Erni og Jóa.
Djö***sins við töpuuðum með svona -- litlum mun fyrir MR í gettu betur og þeir áttu það ekki skilið. Okkar lið var að minnsta kosti eins gott og mun flottara. Nýja-Sjáland, Ástralía who cares. En þetta er allt í góðu ég ætla ekki að snappa og drepa Eddu og Beggu.
|

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Tölvan mín er pirrandi því hún leyfði mér ekki að birta blogg í gær, og það var svo sniðugt. Fyrst sagði ég frá því þegar ég vaknaði 45 mínútum of snemma og svo að Gerard frönskukennari hefði gert grín að mér fyrir að vera fimmtán ára svo gerði ég grín að stærðfræðikunnáttu Kömmu og montaði mig af því að vera í stæ 303 og loksins að ég hefði sofnað í baði.
Í dag var ég í götum í skólanum og notaði þau til að læra, nema í seinna gatinu þegar ég glímdi við að losa af mér armband sem á að sanna að ég sé í nfmh fyrir lagningadagana, því það var of þröngt og mér er illa við allt sem er ætlað til að merkja mig eins og armbönd, íþróttatreyjur með númerum og stimpla á hendur. Það tókst eftir hálftíma og hjálp frá pabba og við eyðilögðum það ekki svona erum við feðgarnir sniðugir, en núna þarf ég ekki að hafa armbandið á mér nema þegar ég þarf þess á morgun og hinn.
Já talandi um morgun og hinn, þá eru lagningadagar. Ég ætla að byrja snemma (kl 12:00) og mæta á kvikmyndafyrirlestur Skara Skrípó. Á meðan ég bíð eftir ræðukeppninni spila ég svo risk. Svo daginn eftir er námskeið um heimspeki Simpsons þáttanna og um kvöldið MH vs MR (ég tel 75% líkur á því að við vinnum) og svo er enginn skóli á föstudaginn.
Í dag borðaði ég líka saltkjöt og baunir mmmmmmmmmm.
|

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Ástæðan fyrir því að ég hef ekki bloggað lengi er sú að ég var í sumarbústað.
Á fimmtudaginn mætti ég í íslensku og fór í félagsfræðipróf sem var auðvelt. Komst reyndar seinna að því að góð leið til að hækka einkunnina er að minnast á sjónarmið biblíunar í málinu, af því að kennarinn minn er guðfræðingur, og Marx (kannski af því að hann er kommúnisti) ég gerði því miður hvorugt, geri það bara í næsta prófi því þá verður örugglega eitthvað sambandi átakakenninguna, og ég minntist reyndar á stjórnmálaheimspeki en hann er það víst líka. Svo fór ég í heimsókn til afa og las fyrir hann.
Á föstudaginn sótti ég um hjá póstinum og lét fylgja með einkunnirnar mínar úr samræmduprófunum (9,1), umsögn úr vinnuskólanum (allt mjög gott) og viðurkenningu þaðan líka (fyrir vel unnin störf) og svo fékk ég umsjónarkennarann minn sem meðmælanda. Ef að ég fæ ekki vinnuna kæri ég þá fyrir jafnréttisnefnd vegna þess að ég hafi greinilega verið hæfastur til starfs sem bréfberi og ef ég lendi í einhverjum vandræðum með að vera hvítur gagnkynhneygður ungur millistéttar karlmaður (sem verður seinna miðaldra) í ríku iðnaðarlandi og ekki í neinum minnhlutahóp segist ég bara vera kona eða hommi, þá fæ ég starfið pottþétt.
Svo fórum við í sumarbústað með samkennara pabba Einari Júlíussyni og konunni hans einnig samkennara pabba og á milli okkar í sumarbústað var umsjónarkennarinn hans Jóa. Við átum pítsu og slökuðum á, ég teiknaði geimskip og las Hobbitann og svo vorum við að koma heim.
|

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Í dag tók ég leigubíl í skólann í staðinn fyrir að verða of seinn því að ég missti af stætó. Ástæðan fyrir því að ég missti af strætó er ekki sú að ég hafi sofið yfir mig heldur sú að allar klukkur heima hjá mér voru vitlausar eða stopp. Í skólanum tók ég eftir því að félagsfræðikennarinn minn var búinn að raka af sér skeggið. Eftir leikfimi fórum við í stærðfræði og horfðum á myndband um sínus- og cosinusbylgjur með undirspili eftir Chopan og Bizet.
|
Eftir mikið japl, jaml og fuður hefur mér (Kömmu) tekist að snú blogginu mínu frá illsku til smekklegheita þannig að þið getið lesið það aftur, verst að ég hef ekkert að segja.
|

mánudagur, febrúar 16, 2004

Það er víst svolítið síðan ég bloggaði síðast. En hérna kemur það:
Morfís var frábært enda unnum við með yfirburðum og áttum það skilið. Hver ræða, eða réttara sagt listaverk, var annari betri og það var unun að horfa á MH kafffæra hvað heittirhannaftruþarnahinnskólinn með yfirburða rökum og rosalegri skrautsýningu.
Á laugardaginn vaknaði ég klukkan fjögur og byrjaði að undirbúa matarboðið mitt sem heppnaðist vel, en Kamma, Jói og Ernir mættu. Svo yfirgaf Kamma okkur og við horfðum á Groundhog Day sem var fín. Eftir það tókum við svo nördakast og fórum í Risk sem var skemmtilegt þó að Ernir ynni.
Sunnudagurinn fór svo í að taka til og í ekki neitt langt fram eftir nóttu svo ég var þreyttur í dag.
Núna er ég svo að læra undir sögupróf.
|

föstudagur, febrúar 13, 2004

Bloggið mitt er enn í ólagi en Jói ætlar að senda mér leiðbeiningar um hvernig eigi að bæta skaðann.
Foreldrar mínir ætla að yfirgefa mig til Vestmannaeyja um helgina, á meðan ætla ég að halda villt partí. Ef maður flokkar heimabakaðar pítsur, myndbandagláp og heilbrigðar samræður til þess.
Kamma bauð Jóa en ekki mér í mat. Hrumph ég verð þá víst að borða einn, aleinn á subway. En svo kemur Morfís og loks "partí" heima svo þetta er fínn dagur.
Nýjasta tækni hefur víst gert fólki kleift að "kommenta" á sum blogg. Hér með tilkynnist að ég mun ekki taka þessa tækni í þjónustu mína vegna þess að mér er skítsama hvað ykkur finnst um bloggið mitt (alveg satt) þess vegna verðið þið að "kommenta" í eigin persónu.
|

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Best að bæta við að mig dreymdi Vestmannaeyjar. Semsagt eitthvað heilbrigt ekki eins og Jói.
|
Kamma hryðjuverkamaður og fyrrverandi vinkona mín er búin að eyðileggja bloggið mitt með illum litum og ég kann ekki html svo ég get ekki lagað það. Urr Kamma.
Vekjaraklukkan mín fór í verkfall í dag svo ég missti af íslensku í annað skipti og þurfti ekki að mæta fyrr en 13:50 í skólann. Eftir skóla fór ég svo með Baldri á frönsku kvikmyndahátíðina en öfugt við hina vini mína vildi hann koma með. Við horfðum á farfuglamyndina sem þrátt fyrir lítinn söguðráð og mælt mál var mjög skemmtileg. Núna er ég svo að blogga í staðinn fyrir að skrifa skýrslu í efnafræði og lesa Hobbitann.
Nýja spritið fer óskaplega í taugarnar á mér. Það er núna grænt eða blátt og utan á því stendur: Ekki láta fífla þig liturinn skiptir ekki máli. Afhverju í fjandanum skiptu þeir þá náttúrulega glæra litnum út fyrir gervilitarefnablandaðann skrýmsladrykk, svo við getum dáið úr krabbameini eftir 20 ár. Þegar ég sá þennan miða fattaði ég að þeir voru akkúrat að fífla mig og það upp í opið geðið á mér. Hvað halda þeir að þeir séu að gera, þeir segja fólki að þeir hafi verið að skipta um lit algjörlega að tilgangslausu og búast svo við því að maður kaupi þennan viðbjóð eftir viðvörunnina þeirra. Ég athugaði hvort það væri enn til eðlilegt sprite, þegar ég sá að það var ekki til keypti ég 7-up í staðinn. Heimsku kapítalistar.
|
Í morgun svaf ég yfir mig og fattaði að ég hafði gleymt lekfimisdótinu mínu í skólanum fyrir viku. Ég náði með naumindum á réttum tíma í skólann og fann dótið mitt en það var miður geðslegt að klæðast fötum sem höfðu sveitt og blaut í tösku í heila viku í leikfimi.
Eftir skóla fór ég til pabba til að sníkja strætópening en fattaði svo að ég var á hjóli. Ég hjólaði heim lagði mig og fór svo til afa á sjúkrahúsið í heimsókn. Við spjölluðum um orrustuna við Stalingrad og bolsjevíska skólafélaga hans í MA.
Vel á minnst ég á heima í Lord of the rings samkvæmt einhverju prófi á netinu, alveg eins og Begga. Mig minnir að ég hafi líka átt að hafa sama húmor og Begga á einhverju netprófi, dularfullt.
|

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Eftir að hafa skrifað síðasta blogg gerði ég þau mistök að spjalla við Kömmu á netinu, svo skoraði hún á mig í trivia........
......og ég sofnaði í félagsfræði á mánudaginn því ég var þreyttur.
Þegar ég kom heim lagði ég mig náttúrulega og gerði önnur mistök, ég horfði á allar "hryllingsmyndirnar" (þetta er ég svo nei þetta voru ekki hryllingsmyndir) sem ég downloadaði á netinu, það var oj.
Í dag voru "skemmtilegu" tími gat tími gat tími þriðjudagarnir mínir og svo fór ég heim til Kömmu með Jóa spjallaði og horfði á dr. Strangelove eða How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb sem er snilld svo kom ég heim og lagði mig og skrifaði svo þetta.
Vá ótrúlegt hvað ég á mér viðburðaríkt líf, en frásagnir af daglegu lífi eru líka mikilvægar sögulegar heimildir svo þetta blogg er réttlætanlegt. Vonandi munu sagnfræðingar framtíðarinnar skilja kaldhæðni.
|

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Ég er ekki hættur að blogga svo þið megið ekki hætta að skoða bloggið mitt á hverjum degi.
Um helgina hitti ég Baldur Guggu og Arnar Braga og horfði á Sjóræningja karíbbahafsins (því ég kann ekki að skrifa caribbian) það gerði eftir matarboð. Restinni af helginn var eytt í að komast á valhöll held ég. Svo fór ég á Lost in translation með Jóa áðan en sveikst um franska kvikmyndahátíð, til að sleikja upp frönskukennarann minn sko.
Það leiðir mig út í vangaveltur um allt það nördalega sem ég hef gert:
Fyrst getið þið horft á einkunnirnar mínar sem sanna að ég sé nörd en það er ekki nóg því þá er Jói meiri nörd en ég.
Ég hef gaman af Star Trek og skoða heimasíður um það.
Einnig hef ég gaman af öðrum geim/vísindamyndum eins og Star Wars, Alien, og öllu því en samkvæmt því gæti ég bara verið bíóáhugamaður sem er ekki nóg svo.
Ég hef horft á og hafði gaman af: 2001 a space oddisey, Blade runner, Gattica, Brazil, Twelve monkeys, Being John Malkovich, Delicatessen, The Truman show og Royale Tennerbaum's.
Ég bý til módel af geimskipum og geri teikningar af þeim.
Ég hef gaman af sögu 19. og 20. aldar.
Ég hef gaman af tölfræðilegum upplýsingum.
Ég hef gaman af spurningakeppnum (ekki bara af því að horfa á þær)
Ég hef lesið 1984, Hitchikers guide to the galaxy, terry pratchett bók, Lord of the rings og Veröld Soffíu.
Ég var í heimspekiskólanum.
Ég hef pólitískar skoðanir.
Ég borða ekki brauð með aukaefnum.
Ég veit efnaformúlu alkóhóls en hef ekki drukkið það með jafnöldrum mínum.
Ég get haldið hálftíma ræðu um Mars og hvernig við eigum að lenda þar (ekki eins og Bush segir).
Ég veit ekki hvort ég á að verða eðlisfræðingur, heimsspekingur eða heimsfræðingur.
Uppáhalds leikirnir mínir eru risk og Civilization 3.
Ég vissi hver leikur almyndarlækninn í Voyager áður en ég fór á trivia.
Ég hef fórdóma gagnvart ómenntuðu eða metnaðarlausu fólki og segist ætla að lemja vini mina ef þeir droppa úr námi.
Listinn er lengri en ég er gleyminn.
|

föstudagur, febrúar 06, 2004

Heyrðu það er miklu lengra en tveir dagar síðan.
|
Aldrei þessu vant hafa liðið tveir dagar síðan ég bloggaði síðast.
Hahahahaha MH komst áfram sem stigahæsta taplið þó að ME hafi fengið jafn mörg stig, því að við rústuðum fyrstu umferðinni en ekki þeir.
Síðustu daga hef ég verið á dc en það reyndist ekki eins gaman og ég hélt í fyrstu því að mér hefur enn ekki tekist að ná í neitt nema lög vegna þess að allir sem ég er að downloada frá eru með hæga nettengingu og það er aldrei neitt laust, svo mig langar á valhöll. Svo í gær breyttu þeir um server svo ég finn ekki dc og hef enn ekki náð í Baldur til að hjálpa mér. En ég er búinn að ná í nokkur skemmtileg lög og komast að því að það er til virkilega heimskt fólk á spjallinu þarna.
En eins og ég hef áður minnst á þá finnst mér alltaf spjöll eða skrif á netinu svo heimskuleg því það eru alltaf einhverjir helvítis rasistar eða frjálshyggjumenn eða bara fífl sem stjórna öllu þarna því að allir hinir rembast við að rökræða við þetta ótrúlega þvera fólk sem tekur ekki við rökum, eins og einhverjir rasistar sem voru á spjallinu á dc í gær. Baldur segir mér að fólk eigi ekki að ræða um pólitíska hluti. Ég held að það sé rétt, fólk svo heimskt að það tekur því ekki að reyna að sannfæra það um að skoðanir mínar séu réttar.
Allt sem ég er búinn að segja gildir náttúrulega ekki um vini mína þeir hafa réttar skoðanir á flestu og eru ekki fífl annars væri það ekki vinir mínir.
Svo fór ég í stærðfræði próf og gleymdi enn og aftur að skila söguverkefni. Úff eins gott að ég þekki kennarann.
Ef þig eruð ósammála þessu er það af því að þið eruð fífl.
|

mánudagur, febrúar 02, 2004

Í dag las ég Heimskir Hvítir Karlar eftir Michael Moore. Hún var skemmtileg. Eftir að hafa lesið langar mig ekki til að búa í bandaríkjunum,(mig langaði nefnilega rosalega til að gera það áður) í landi þar sem svartir eru teknir af kjörskrá eða settir í fangelsi af því að þeir heita svipuðu nafni og glæpamenn, en fólk með sakaskrá má ekki kjósa í Flórída.
Það eina sem ég gerði í dag var að lesa þessa bók, sofa og læra. Svo ég bind enda á þetta núna.
|

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Vegna kvartana frá ónefndum einstaklingi sem segist vera besta vinkona mín verð ég að leiðrétta síðasta blogg.
Leiðrétting: Kamma er besta vinkona mín. Aðrar vinkonur mínar verða að sætta sig við að vera bestu vinir mínir.
|