Ég er ekki hættur að blogga svo þið megið ekki hætta að skoða bloggið mitt á hverjum degi.
Um helgina hitti ég Baldur Guggu og Arnar Braga og horfði á Sjóræningja karíbbahafsins (því ég kann ekki að skrifa caribbian) það gerði eftir matarboð. Restinni af helginn var eytt í að komast á valhöll held ég. Svo fór ég á Lost in translation með Jóa áðan en sveikst um franska kvikmyndahátíð, til að sleikja upp frönskukennarann minn sko.
Það leiðir mig út í vangaveltur um allt það nördalega sem ég hef gert:
Fyrst getið þið horft á einkunnirnar mínar sem sanna að ég sé nörd en það er ekki nóg því þá er Jói meiri nörd en ég.
Ég hef gaman af Star Trek og skoða heimasíður um það.
Einnig hef ég gaman af öðrum geim/vísindamyndum eins og Star Wars, Alien, og öllu því en samkvæmt því gæti ég bara verið bíóáhugamaður sem er ekki nóg svo.
Ég hef horft á og hafði gaman af: 2001 a space oddisey, Blade runner, Gattica, Brazil, Twelve monkeys, Being John Malkovich, Delicatessen, The Truman show og Royale Tennerbaum's.
Ég bý til módel af geimskipum og geri teikningar af þeim.
Ég hef gaman af sögu 19. og 20. aldar.
Ég hef gaman af tölfræðilegum upplýsingum.
Ég hef gaman af spurningakeppnum (ekki bara af því að horfa á þær)
Ég hef lesið 1984, Hitchikers guide to the galaxy, terry pratchett bók, Lord of the rings og Veröld Soffíu.
Ég var í heimspekiskólanum.
Ég hef pólitískar skoðanir.
Ég borða ekki brauð með aukaefnum.
Ég veit efnaformúlu alkóhóls en hef ekki drukkið það með jafnöldrum mínum.
Ég get haldið hálftíma ræðu um Mars og hvernig við eigum að lenda þar (ekki eins og Bush segir).
Ég veit ekki hvort ég á að verða eðlisfræðingur, heimsspekingur eða heimsfræðingur.
Uppáhalds leikirnir mínir eru risk og Civilization 3.
Ég vissi hver leikur almyndarlækninn í Voyager áður en ég fór á trivia.
Ég hef fórdóma gagnvart ómenntuðu eða metnaðarlausu fólki og segist ætla að lemja vini mina ef þeir droppa úr námi.
Listinn er lengri en ég er gleyminn.