Það eru kosningar í MH það er gaman bæði af því að það er gott að búa í lýðræði (þó að stundum séu fá mótframboð) og af því að aumingja frambjóðendurnir þurfa að veggfóðra skólann með über frumlegum myndum af sjálfum sér, stynja upp stefnuskrám og skófla ofan í mann sætindum og krásum í þeirri veiku von að hljóta atkvæði. Af þessu leiðir að skólinn er mun litríkari (og "snyrtilegri") en áður og að maður þarf ekki að taka með sér nesti í skólann því frambjóðendurnir þjóta að manni með næringu um leið og maður smellir fingrum (bara að ég kynni að smella). Sambandi sjálfa kosninguna er leiðinlegt að segja frá því að ég læt Kömmu og kosningabaráttuna helst ráða atkvæði mínu því að þetta eru ekki mjög pólitískar kosningar heldur snúast þær aðallega um persónur, sem ég þekki ekki heldur Kamma. Einnig býst ég ekki við því að það verði viðhafðar einhverjar niðurlægjandi seremóníur, sem sæma ekki lýðræðisskipulagi.
Í dag labbaði ég í slabbi og bleytu bæði í skólann, í skólanum og eftir skóla. Síðast í einhverri göngu sem við neyðumst til að taka þátt í. Ég naut sem betru fer góðs félagsskaps og ég fékk mér pylsu á leiðinni til baka.