miðvikudagur, mars 31, 2004

Ég byrjaði skólavikuna á því að frjósa í efnafræðiprófi. Jæja skrifum um eitthvað annað og ánægjulegra.
Það eru kosningar í MH það er gaman bæði af því að það er gott að búa í lýðræði (þó að stundum séu fá mótframboð) og af því að aumingja frambjóðendurnir þurfa að veggfóðra skólann með über frumlegum myndum af sjálfum sér, stynja upp stefnuskrám og skófla ofan í mann sætindum og krásum í þeirri veiku von að hljóta atkvæði. Af þessu leiðir að skólinn er mun litríkari (og "snyrtilegri") en áður og að maður þarf ekki að taka með sér nesti í skólann því frambjóðendurnir þjóta að manni með næringu um leið og maður smellir fingrum (bara að ég kynni að smella). Sambandi sjálfa kosninguna er leiðinlegt að segja frá því að ég læt Kömmu og kosningabaráttuna helst ráða atkvæði mínu því að þetta eru ekki mjög pólitískar kosningar heldur snúast þær aðallega um persónur, sem ég þekki ekki heldur Kamma. Einnig býst ég ekki við því að það verði viðhafðar einhverjar niðurlægjandi seremóníur, sem sæma ekki lýðræðisskipulagi.
Í dag labbaði ég í slabbi og bleytu bæði í skólann, í skólanum og eftir skóla. Síðast í einhverri göngu sem við neyðumst til að taka þátt í. Ég naut sem betru fer góðs félagsskaps og ég fékk mér pylsu á leiðinni til baka.
|

sunnudagur, mars 28, 2004

You're Iceland!

Most people think you're a cold and forbidding person, but
you're actually naturally warm and inviting. People just get scared off
by what other people have led them to believe about you. You keep to yourself
for the most part, and are pretty good at fending for yourself, especially if
water's involved. More people should visit you and find out the truth

Þetta er ég samkvæmt www.bluepyramid.org
Hvaða land ert þú?

Helgin er búin að vera frekar tíðndalaus. Ég fór til Baldurs og spilaði Pictionary með Guggu og Arnari á laugardag eftir að hafa farið í heimsókn til afa.
Ég er svo ekki alveg eins tapsár og síðasta færsla gaf til kynna. Ég er svolítið fúll af því að mér fannst MH liðið eiga það skilið að vinna og mér fannst að Atli Bollason væri betri en sá sem vann. Persónulega sannfærðist ég um að maðurinn væri heimskur enda fannst mér að rökin okkar væru betri. Sviðsframkoma Verzló var hinsvegar gallalaus. Bæði liðin voru semsagt góð.
|

laugardagur, mars 27, 2004

Það kom nokkuð leiðinlegt fyrir fyrr í kvöld en þá tapaði MH á móti Verzló í Morfís ræðukeppni framhaldsskólanna (#$/%"\* svindl).
Ég er náttúrulega nokkuð ósáttur (ég ætla að brenna hel***is Verzlunarskólann) við ósigurinn enda töpuðum við með aðeins eins stiga (dómaraklúður og samsæri) mun og úff það er nú annsi tæpt og eiginlega hægt að segja að bæði liðin séu sigurvegarar (betri rök, fyndnari, flottari framkoma, humm hver ætli sé sigurvegarinn í alvörunni). Það sem ergir mig kannski örlítið við þessa keppni er að við töpuðum á refsistigunum sem voru samt aðeins sex á móti þremur Verzlinga (svind enn og aftur það þýðir bara að við vorum betri). En við verðum að halda áfram og sætta okkur við ósigurinn enda erum við öll vinir (Við unnum og ekkert andspatans múður með það).
|

miðvikudagur, mars 24, 2004

Ég held að ég sé orðinn háður því að kommenta. Skrifandi um komment, ég held að Jói hafi bannað mér að kommenta hjá sér. Ég veit ekki afhverju en ef það er útaf því að ég var að væla yfir linkunum hjá honum skil ég ekki afhverju hann bannaði ekki Erni. En ef það er út af "Takk fyrir að láta kommentakerfi á bloggið mitt. Þú ert einnig frekar sætur gaur" kommentinu þá ber ég ekki ábyrgð á því heldur gruna ég Kömmu.
|

þriðjudagur, mars 23, 2004

Eftir langa, já óþolandi langa bið, grát og gnístran tanna tilkynnist hér með að ég er kominn með svokallað "kommentakerfi". Þessi splunkunýja hátækni og bylting í interaktívum netsamskiptum gerir fólki kleift að tjá skoðannir sínar á bloggfærslum með því að "kommenta" (dregið af lattnaska orðinu commemoro sem þýðir "að minnast á eitthvað" (flettið því upp)) á þær. Þessi samskiptamáti mun vafalaust valda byltingu í lýðræðislegum skoðannaskiptum á þessari bloggsíðu. Njótið vel.
Í gærkvöld var ég að rembast við að skrifa ritgerðina mína þegar andinn kom yfir mig, verst að það var klukkan korter yfir eitt um nótt. Í skólanum voru mörg göt eins og venjulega á þriðjudögum en ég gerði ekkert gagnlegt í þeim. Í ensku samdi ég svo ljóð sem var lélegt en ég ætla samt að gefa ykkur kost á því að sjá eftir því að hafa lesið það, hérna:

This poem is rather boring
I ought to put a warning
For it will have you snoring
As I did this morning

"Oj! Það rímar ekki." Minnir mig að Kamma hafi sagt. Jæja Jón enskukennari getur kennt sjálfum sér um fyrir að neyða okkur til að semja "a rapp poem". Þegar ég kom heim ætlaði ég svo að leggja mig og stillti símann minn á 17:15. Svo vakti pabbi mig klukkan hálf átta. Síminn minn slökkti á sér. Svo kom Jói og við lærðum stærðfræði og hann lét margumrætt kommentakerfi á bloggið mitt.
|

mánudagur, mars 22, 2004

Smávægilegar breytingar á blogginu mín verðlaun handa þeim sem fatta þær allar.
Ég á að vera að skrifa ritgerð um hvernig upplýsingin birtist í Birtíngi en svo virðist sem Voltaire hafi orðið fyrir nokkrum áhrifum af Locke og Newton meðan hann var í þriggja ára útlegð í Englandi.
Ég heimsótti afa í dag eftir skóla en í skólanum var gaman nema hvað ég var þreyttur sem er skrítið því ég vaknaði svo hress.
|

sunnudagur, mars 21, 2004

Föstudagurinn var stressandi. Ég náði hvorki að klára stærðfræði heimadæmin sem ég átti að gera né efnafræði skýrsluna svo ég þurfti að gera það allt í gatinu en fólkið sem var að ræða pólitík á næsta borði eyðilagði vinnufriðinn fyrir mér því alltaf þegar ég heyri fólk ræða pólitík vil ég koma mínum skoðunum á framfæri en ég gat það ekki svo ég varð stressaður og varð að fara til að klára skýrsluna mína sem ég náði ekki að klára heldur varð að senda í tölvupósti eftir skóla út af einhverjum leiðinda vandræðum.
En á laugardaginn fór ég til Kömmu og hitti Beggu og Jóa og við fórum í þennan líka skemmtilega göngutúr í leita að hinu eina rétta DVDi til að horfa á og ís og gosi og allt það ;) Fundum að lokum Simpsons sem við horfðum síðan á --> snilldarþættir og vorum í gúddý fíling. Æ Æ þetta var víst nákvæmlega það sem Kamma sagði á blogginu sínu í dag en ég hef engu að bæta við það, lesið bara bloggið hennar Kömmu. Það geta komið upp smá vandræði þegar fjórar manneskjur verða fyrir sömu reynslu og eru öll með bloggsíður.
|

fimmtudagur, mars 18, 2004

Föstudagurinn 19. mars.
Hryllilegir atburðir hafa átt sér stað í menntaskólum landsins í dag en Borgarholtsskóli brann til grunna með manni og mús. Sjónarvottar sáu lopapeysuklædda menn með bensínbrúsa á staðnum. Á meðan framdi hálfur Menntaskólinn í Reykjavík sjálfsmorð með þungum latínukennslubókum. Þessa dags verður lengi minnst með mikilli sorg en ekki þó eins lengi og deginum á undan þegar Borgarholtsskóli sigraði MR í Gettu betur.

Jæja MR er bara búið að tapa enda kominn tími til eftir hvað ellefu ára samfellda sigurgöngu, gott hjá Borgó og hjá MR fyrir að taka þessu af mikilli ró. Úff!
Í dag fór svo ég í sögupróf og horfði á myndina Brazil sem er skrítin.
|

miðvikudagur, mars 17, 2004

Í gær sá ég kött drepa býflugu. Vorið er semsagt komið þó það hafi verið frekar kalt í dag, fannst mér.
Framundan eru tvær erfiðar vikur fram að páskafríi. Á morgun er sögupróf og fyrir helgi þarf ég að gera fullt í stærðfræði því það er próf á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn í næstu viku á ég svo að skila íslenskuritgerðinni og viku síðar er félagsfræðipróf og skil á félagsfræðiritgerð og á meðan þessu öllu stendur þarf ég að klára vinnubók í sögu og já líka skýrslu í efnafræði. Aumingja ég.
Annars gerðist ekkert sérstakt í dag nema að ég átti að skrá Kömmu í eitthvað yndislestrardót sem er ekki á réttum tíma ef þetta er ekki einn af þessum miskilningum sem kemur upp þegar verið er að leiðbeina mér í gegnum síma hvaða skráningarblað á að finna á stað þar sem næst ekki símasamband (semsagt neðarlega í MH).
|

þriðjudagur, mars 16, 2004

Á laugardaginn hélt ég upp á afmælið með hinum vinahópnum mínum sem er alls ekki hægt blanda saman við MH-vinahópinn minn því þeir eru eins og edik og olía (fyrir ykkur sem eruð ekki góð í efnafræði skiljast edik og olía að ef maður hrærir ekki rosalega) því Baldri er illa við Kömmu. Þessvegna fór ég í keilu með Guggu Baldri og Arnari Braga og svo á Hard Rock. Það var ágætt enda maturinn góður þó að þjónustan hafi verið svolítið skrítin. Við biðum lengi eftir að fá gosið okkar því það kemur venjulega fyrr en maturinn, en svo kom maturinn en ekkert gos svo við þurftum að biðja um það. Svo vantaði okkur salt á franskarnar og buðum um það, þjónninn kom til baka með litla plastdollu fulla af litlum hvítum kristöllum sem við héldum að væri salt en það var sykur. Við uppgötvuðum ekki mistökin fyrr en Arnar Bragi og Gugga höfðu saltað franskarnar sínar með sykri. Svo fórum við heim til Baldurs og spiluðum Monopoly sem mér gekk bara ótrúlega vel í en við urðum að hætta áður nokkur vann klukkan tvö.
Á sunnudaginn löbbuðum við svo í heiðmörk það var ágætt en það var það eina sem ég man eftir því sunnudagar eru ekkert rosalega spennandi.
Í dag og á mánudag fór ég svo í skólann og í dag var ég í fjögra klukkutíma gati (gaman).
|

laugardagur, mars 13, 2004

Þetta var tæp keppni og bæði lið voru mjög góð en þetta var kannski svolítið erfitt efni, hvernig er hægt að afsanna tilverurétt heils framhaldsskóla? Spurðu MH liðið þeir unnu.
|

föstudagur, mars 12, 2004

Afmælisdagurinn minn var frekar tíðindalaus, ég fékk samt milljón símtöl frá ættingjum svo ég er ekki gleymdur.
Í dag var essay úr Hobbitanum og ég skrifaði um illsku í bókinni, aðallega þá græðgi sem er svolítið þema í bókinni. Svo vakti Baldur mig af værum blundi í dag til að tilkynna mér að hann vildi líka fara á Morfís. Umræðuefnið þar í keppninni á milli MR og MH er nefnilega Verzló, við erum á móti, gott fyrir okkur.
|

fimmtudagur, mars 11, 2004

Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég er 16 ára í dag.
Allir óskuðu mér til hamingju í dag og fóru í vatnsslag í tilefni dagsins og Kamma lét mig hafa Toblerone frá mömmu sinni. Svo gaf Gérard mér þrjár raðir af lottómiðum í afmælisgjöf meðan pabbi neitaði því að það væri 11. mars, en hann sannfærðist að lokum og keypti hjónabandssælu í bakaríi.
Á miðvikudaginn horfðum við á annað myndband í stærðfræði. Eins og fyrr var spiluð tónlist eftir Chopin, Motzart og Beethoven undir. En úff ég missti af félagsfræði tíma þökk sé vekjaraklukkunni minni, en í morgun komst ég að því að það er hún sem er biluð ekki ég því ég horfði á hana ekki hringja í morgun, það varð til þess að ég missti af umræðum um kapítalisma, kommúnisna og blandað hagkerfi, @/&(%)#.
|

þriðjudagur, mars 09, 2004

Allir sem skoða þessa síðu eiga að fara inn á linkinn "ef þú vilt tala við mig um star trek" á bloggsíðunni minni. Á forsíðunni á þessari nördasíðu er minnst á mig fyrir að benda á galla á heimasíðunni.
Núna er ég frægur.
|
Síðasta vika var ekkert rosalega spennandi. ég fór í stærðfræði próf sem ég held að hafi gengið vel þó að ég hafi farið á taugum í fyrstu.
Á föstudagskvöldið fór ég til Baldurs og horfði á The Shawshank Redemption og hún er annsi góð, ég elska flóknar áætlanir sem ganga upp.
Á laugardaginn hélt ég svo upp á afmælið mitt. Ég bakaði pítsu og skreytti skúffuköku með hlaupi svo var það borðað. Eftir matinn horfðum við á myndböndin hans Jóa, þau eru súr. Svo fórum við í risk og það má sjá viðbrögð Jóa á blogginu hans. Kamma vann vegna samsæris sem hún átti upptökin að. Eftir það fórum við í Trivial Pursuit sem ég Edda og Kamma töpuðum vegna klofnings í liðinu.
Á sunnudagskvöldinu horfði ég á Equlibrium hún var fín, blanda af öllum einræðisríkjum bókmennta og kvikmyndasögunnar eins og THX, 451 fahrenheit, 1984 með bardagaatriðum inblásnum af matrix og kjarnorkustríði. En hún var samt góð og hefði alveg mátt koma í bíó. Verst að þetta hélt fyrir mér vöku svo ég var frekar myglaður í skólanum í dag,
|

þriðjudagur, mars 02, 2004

Sunnudagurinn var venjulegur. Semsagt í ég vaknaði seint svo fórum við í bíltúr svo borðuðum við og ég lærði. Mánudagurinn var álíka spennandi nema það að ég fór til afa. Svo kom Þriðjudagur og já núna er ég að skrifa blogg.
Þetta er örugglega gaman að lesa.
|
Á laugardaginn festumst ég Jói og Ernir í RISKLEIK DAUÐANS það var ekkert sérstaklega gaman.
Fyrri hluti leiksins var mjög spennandi svo mynduðum við Ernir bandalag þar sem hagsmunir okkar voru sameiginlegir en stönguðust á við Jóa. Svo náði ég Norður Ameríku og var skyndilega í mjög sterkri stöðu en hinsvegar veiktist Ernir eftir að Jói réðst inn í Evrópu. Við náðum þó að stoppa hann sameiginlega en Ernir náið sér aldrei eftir það. Ég byrjaði svo að tína heimsálfurnar af Jóa en til að ná markmiðinu mínu þurfti ég að ná S-Ameríku sem að Jói neitaði að gefa upp og ég náði aldrei að drepa hann alveg í burtu. Klukkan var farin að nálgast tvö svo að á endanum missti Jói vitið og fór að gera alskyns órökrétta hluti, en við vorum allir illa farnir af svefngalsa. En auðvitað vann ég á endanum með svona 700 kalla.
|