Ég er ekki alveg viss um hvort ég er fórnarlamb einhvers samsæris eða sjálfsblekkingar?
Kamma talaði um að Begga væri hugsanlega ein heima á laugardag og nefndi eitthvað um að hún myndi hugsanlega bjóða einhverjum heim til sín. Leitandi mér að einhverju til að gera í kvöld spurði ég Beggu á MSN hvort hún ætlaði að gera eitthvað. Fyrst kom já og svo gestalisti sem á stóð meðal annarra nafna: Gutti og Ernir. Svo þegar ég hringdi í Kömmu til að spyrja hana hvort hún færi kom hún alveg af fjöllum og rétti síman til Beggu sem sagði bara Ha? Hún hafði þá ekki verið á MSN heldur einhver annar á hennar nafni.
Er ég fórnarlamb illgjarnra ytri afla eða sjálfsblekkingar sem bjó til ímyndað teiti úr óstaðfestum orðrómum? Er þetta kannski allt bara rugl í mér. En í staðinn fyrir að mæta í teboð í undralandi hjá brjálaða hattaranum ætla ég að hitta Erni og hugsanlega einhverja fleiri og nördast eitthvað.
Þessi færsla er skrifuð í fartölvu föður míns því eftir að ég setti upp XP í tölvunni minni kemst ég ekki á netið í henni.
Kamma talaði um að Begga væri hugsanlega ein heima á laugardag og nefndi eitthvað um að hún myndi hugsanlega bjóða einhverjum heim til sín. Leitandi mér að einhverju til að gera í kvöld spurði ég Beggu á MSN hvort hún ætlaði að gera eitthvað. Fyrst kom já og svo gestalisti sem á stóð meðal annarra nafna: Gutti og Ernir. Svo þegar ég hringdi í Kömmu til að spyrja hana hvort hún færi kom hún alveg af fjöllum og rétti síman til Beggu sem sagði bara Ha? Hún hafði þá ekki verið á MSN heldur einhver annar á hennar nafni.
Er ég fórnarlamb illgjarnra ytri afla eða sjálfsblekkingar sem bjó til ímyndað teiti úr óstaðfestum orðrómum? Er þetta kannski allt bara rugl í mér. En í staðinn fyrir að mæta í teboð í undralandi hjá brjálaða hattaranum ætla ég að hitta Erni og hugsanlega einhverja fleiri og nördast eitthvað.
Þessi færsla er skrifuð í fartölvu föður míns því eftir að ég setti upp XP í tölvunni minni kemst ég ekki á netið í henni.