Ég byrjaði helgina á því að fara með Baldri og Mána á rússnesku myndina "Næturvaktina", en ég ætla ekki að nefna hana á Ensku því ég þoli ekki þegar nöfn á myndum frá öðrum löndum en enskumælandi eru þýddar á Ensku, þýðið þær á Íslensku eða haldið ykkur við upprunalega nafnið (hvað er að Diaros de motocicleta eða Der Untergang (en ég skil svosem að þeir vilji ekki nota Mótorhjóladagbækurnar eða Niðurfallið)). Allavega þá var hún ekkert sérstaklega flott eða frumleg og söguþráðurinn var alveg samhengislaus. Eftir það fórum við heim og spjölluðum meðal annars um
þetta.
Á laugardaginn fór ég niður í bæ með Jóa og Hödda og fékk mér vonda brauðkörfu á Vegamótum ásamt Amerískum pönnukökum sem ég gat ekki klárað (ekki því hún var vond samt). Þetta var svosem ósköp venjuleg bæjarferð að öðru leyti. Um kvöldið lá leiðin aftur niður í bæ, í þetta skipti með Jóa og Beggu og ég fékk mér aftur að borða, í þetta skipti hvítlaukshamborgara á Prikinu (við lögðum ekki í að fara aftur á Vegamót). Þremur ísum og bið eftir Kömmu og Erni seinna gátum við byrjaða að horfa á Amadeus sem er góð mynd, en ekkert endilega svo sannsöguleg. Það er mjög fallegt hvernig tónlistin (sögupersónanna enda væri ekkert vit í öðru) er notuð til að byggja upp stemingu og Requim eftir Mozart sem er mikið notuð í seinni hlutanum er ótrúlega flott verk.
Sunnudagurinn fór líka í að horfa á mynd en í þetta skipti "Kalla og Súkklaðigerðina" sem er frábær blanda af sýru Tim Burton og svörtum húmor Roald Dahl með hinn frábæra leikara Johnny Depp í aðalhlutverki.
Að lokum er Lovestar mjög skemmtileg ádeila á auglýsinga- fyriritækja og neyslusamfélag okkar tíma með smá blandi af fyndnum en þó ótrúlega trúverðugum vísindaskáldskap. Hún er líka fljótlesin í þokkabót.