Ég sá Narníu myndina fyrir tveimur dögum síðan. Hún er gerð eftir sögum C.S. Lewis af Narníu. Bókum sem ég gleypti (nokkru sinnum) í mig á unga aldri. Þessi mynd var því nokkur nostalgíuupplifun fyrir mig. Myndin var ekki sú besta sem ég hef séð en olli mér engum vonbrigðum. Hún er reyndar örlítið barnaleg enda eru bækurnar meiri barnabækur en Hringadróttinssaga Tolkeins og ekki eins mikið bókmenntaverk. Þetta er hinsvegar enginn sérstakur galli og myndin. Eitt átakanlegasta atriði myndarinnar var enn áhrifamikið en þó ekki eins og þegar ég las bækurnar enda var þessu vísun í kristnidóminn jafnvel enn myndrænni í bókinni en myndinni (og það að núna er ég ekki lengur saklaust kristið barn heldur firrtur og kaldhæðinn unglingur).
Þetta snertir reyndar helstu gagnrýnina á bækurnar (og myndina), nefnilega að þær séu uppfullar af illa duldum vísunum í kristni og kristið siðferði. Þetta er að sumu leiti alveg rétt enda fattaði ég strax í æsku að Ljónið Aslan er kristsgervingur (ekki fullkominn þó) og nú sá ég enn fleiri dæmi. Til dæmis er siðferðið í bókunum frekar afdráttarlaust og heimurinn skiptist greinilega í gott og illt. En þó það sé full einfaldur boðskapur er hann ekkert einsdæmi fyrir Narníu því hann finnst í flestum ævintýra- og barnabókmenntum (og ýmisstaðar annarsstaðar) og með fylgir einnig æskilegri (nútímalegri) hluti kristinns siðferðis um fyrirgefningu syndanna, kærleika og allt það. Svipað og með hringadróttinssögu er ágætt að lesa bækurnar með gagnrýnu viðhorfi en engin ástæða er til annars en að njóta ævintýraheima Narníu þrátt fyrir það. Ég þyrfti eiginlega að gera það aftur.
Önnur áhrifamikil mynd sem ég sá var American History X. Annsi ofbeldisfull þó.
Þetta snertir reyndar helstu gagnrýnina á bækurnar (og myndina), nefnilega að þær séu uppfullar af illa duldum vísunum í kristni og kristið siðferði. Þetta er að sumu leiti alveg rétt enda fattaði ég strax í æsku að Ljónið Aslan er kristsgervingur (ekki fullkominn þó) og nú sá ég enn fleiri dæmi. Til dæmis er siðferðið í bókunum frekar afdráttarlaust og heimurinn skiptist greinilega í gott og illt. En þó það sé full einfaldur boðskapur er hann ekkert einsdæmi fyrir Narníu því hann finnst í flestum ævintýra- og barnabókmenntum (og ýmisstaðar annarsstaðar) og með fylgir einnig æskilegri (nútímalegri) hluti kristinns siðferðis um fyrirgefningu syndanna, kærleika og allt það. Svipað og með hringadróttinssögu er ágætt að lesa bækurnar með gagnrýnu viðhorfi en engin ástæða er til annars en að njóta ævintýraheima Narníu þrátt fyrir það. Ég þyrfti eiginlega að gera það aftur.
Önnur áhrifamikil mynd sem ég sá var American History X. Annsi ofbeldisfull þó.