Belle & Sebastian tónleikarnir voru frábærir. Biðin var löng, hitinn óbærilegur og bakið að drepa mig en það var allt þess virði. Bandið er líflegt en einnig heimilislegt á sviðinu og Stuart spjallar mikið við aðdáendur. Þau fengu líka stelpu upp á sviðið til þess að dansa með einu laginu. Auðvitað tók hljómsveitin mest af nýja disknum sem er mjög fínn en ég hefði þó viljað heyra fleiri af mínum uppáhaldslögum. Hinsvegar eiga þau bara svo mikið af góðum lögum að þau geta ekki spilað þau öll. Stemmingin í salnum var fín og jafnvel þó að einhverjir hefðu fengið sér of mikið að drekka þá ollu þeir engum vandræðum.
Núna fer skólinn að nálgast, vinnan er búinn og í millitíðinn er allt brjálað við bókfærslu. Þó ætti ég að finna tíma til þess að sjá Pönkbandið Fjölni spila í fyrsta sinn á menningarnótt.
Núna fer skólinn að nálgast, vinnan er búinn og í millitíðinn er allt brjálað við bókfærslu. Þó ætti ég að finna tíma til þess að sjá Pönkbandið Fjölni spila í fyrsta sinn á menningarnótt.