mánudagur, desember 25, 2006
|miðvikudagur, desember 06, 2006
Nýja blogger beta fylgir greinilega sjálfvirkur ritskoðari. Það er eina skýringin á því að færslan mín þar sem ég röflaði um ríkisstjórnina og Írak hafi horfið. Þar býsnaðist ég yfir Framsóknarmönnum og þó aðallega sjálfstæðismönnum sem segja innrásina hafa verið "rétta miðað við fyrirliggjandi gögn". Þannig að ákvörðunin var rétt þó að hún sé röng núna? Segir eðlilegt fólk ekki að hún hafi alltaf verið röng, við vitum það bara fyrir víst núna. Nei ekki sjálfstæðismenn (með örfáum undantekningum). Svo spyr ég bara, hvaða upplýsingar hafði ríkisstjórnin sem við höfðum ekki? Þær upplýsingar sem meirihluti Íslendinga hafði voru samt nógu góðar til þess að 80% tækju rétta ákvörðun. Var eitthvað að nettengingunni og sjónvarpsloftnetinu upp í stjórnarráði?
Það sem mér þykir líklegra er að ríkisstjórnin (Halldór og Davíð) hafi bara treyst upplognum og óstaðfestum gögnum Bandaríkjastjórnar meira heldur en heilbrigðri skynsemi og Sameinuðu Þjóðunum. Kannski vonin um betri samningsstöðu hafi líka komið inn í þetta. Vá,við fengum þúsundir fermetra af niðurníddu blokkarhúsnæði og nokkra hektara af mengun í staðinn fyrir stuðninginn.
Svo sagði Geir að Íslendingar skiptu svo litlu máli að það væri alveg sama hvað við styddum og hvað ekki (gaf það allavega í skyn). Öfgafullt dæmi: Hefði það verið allt í lagi ef Íslendingar hefðu stutt hugmyndafræðina á bak við helförina, úr fjalægð? Hey við drápum enga Gyðinga.
Það sem mér þykir líklegra er að ríkisstjórnin (Halldór og Davíð) hafi bara treyst upplognum og óstaðfestum gögnum Bandaríkjastjórnar meira heldur en heilbrigðri skynsemi og Sameinuðu Þjóðunum. Kannski vonin um betri samningsstöðu hafi líka komið inn í þetta. Vá,við fengum þúsundir fermetra af niðurníddu blokkarhúsnæði og nokkra hektara af mengun í staðinn fyrir stuðninginn.
Svo sagði Geir að Íslendingar skiptu svo litlu máli að það væri alveg sama hvað við styddum og hvað ekki (gaf það allavega í skyn). Öfgafullt dæmi: Hefði það verið allt í lagi ef Íslendingar hefðu stutt hugmyndafræðina á bak við helförina, úr fjalægð? Hey við drápum enga Gyðinga.
sunnudagur, nóvember 26, 2006
Tökum bara sénsinn á því að allir helstu loftlagsfræðingar heimsins hafi rangt fyrir sér.
Hannes Hólmsteinn segir það...
Hannes Hólmsteinn segir það...
sunnudagur, október 29, 2006
Íslenskir stjórnmálamenn fylgja oftast a.m.k. tveimur lögmálum:
1) Að þeir og þeirra flokkur sé jafn óskeikull og páfinn í Róm
2)Að segja bara vinsæla hluti rétt fyrir kosningar
Þeir frambjóðendur í prófkjöri sjálfstæðisflokksins sem tekið var viðtal við lenntu því í smá vanda þegar þeir voru spurðir um afstöðu sína til Íraksstríðsins.
Flestir voru sammála um að þetta hefði verið allveg hárrétt ákvörðun á sínum tíma en að núna væri allt í kalda koli og að stríðið væri mistök.
Afsakið en ég þarf að skreppa frá, ég held að ég sé að missa nöglina á stóru tánni minni.
1) Að þeir og þeirra flokkur sé jafn óskeikull og páfinn í Róm
2)Að segja bara vinsæla hluti rétt fyrir kosningar
Þeir frambjóðendur í prófkjöri sjálfstæðisflokksins sem tekið var viðtal við lenntu því í smá vanda þegar þeir voru spurðir um afstöðu sína til Íraksstríðsins.
Flestir voru sammála um að þetta hefði verið allveg hárrétt ákvörðun á sínum tíma en að núna væri allt í kalda koli og að stríðið væri mistök.
Afsakið en ég þarf að skreppa frá, ég held að ég sé að missa nöglina á stóru tánni minni.
föstudagur, september 29, 2006
Það var ekki alveg eins dimmt úti á Laugarnestanga og ég vonaði. Það var slökkt á ljósastaurum og í flestum íbúðarhúsum en stóru skrifstofubyggingarnar og auglýsingaskiltin voru enn eins og jólatré. Ljósmengunarskýið hvarf allavega ekki, enda var skýjafarið ekki eins og best á var kosið. Gott veður samt.
Annars er ég gjaldkeri og rosa upptekinn af peningum.
Annars er ég gjaldkeri og rosa upptekinn af peningum.
föstudagur, ágúst 18, 2006
Belle & Sebastian tónleikarnir voru frábærir. Biðin var löng, hitinn óbærilegur og bakið að drepa mig en það var allt þess virði. Bandið er líflegt en einnig heimilislegt á sviðinu og Stuart spjallar mikið við aðdáendur. Þau fengu líka stelpu upp á sviðið til þess að dansa með einu laginu. Auðvitað tók hljómsveitin mest af nýja disknum sem er mjög fínn en ég hefði þó viljað heyra fleiri af mínum uppáhaldslögum. Hinsvegar eiga þau bara svo mikið af góðum lögum að þau geta ekki spilað þau öll. Stemmingin í salnum var fín og jafnvel þó að einhverjir hefðu fengið sér of mikið að drekka þá ollu þeir engum vandræðum.
Núna fer skólinn að nálgast, vinnan er búinn og í millitíðinn er allt brjálað við bókfærslu. Þó ætti ég að finna tíma til þess að sjá Pönkbandið Fjölni spila í fyrsta sinn á menningarnótt.
Núna fer skólinn að nálgast, vinnan er búinn og í millitíðinn er allt brjálað við bókfærslu. Þó ætti ég að finna tíma til þess að sjá Pönkbandið Fjölni spila í fyrsta sinn á menningarnótt.
fimmtudagur, ágúst 10, 2006
Fyrir nokkrum vikum síðan fór ég til lítillar franskrar eyju í Miðjarðarhafinu sem heitir Korsíka. Flestir ferðamennirnir eru Frakkar og margir þeirra eiga hús, en það er líka mikið af ítölum og auðvitað einhverjum þjóðverjum. Þrátt fyrir nokkuð stöðugan 35 stiga hita vorum við heppin að vera ekki á meginlandinu þar sem hitinn var allt að 40 gráðum og gamalmenni hrundu niður úr hita.
Gróðurfarslega var þetta nokkuð ný reynsla fyrir mig því að ég hef aldrei áður séð miðjarðarhafsgróður eins og makkí, sölnað gras og litríkar en þurrar trjábreiður sem þekja hinar mörgu kalksteins hæðir og háu fjöll. Reyndar var hitinn frekar lamandi svo við fjölskyldan höfðum ekki orku til þess að gera neitt nema borða og liggja á ströndinni, enda náði ég að klára þrjár bækur á þessum tíu dögum.
Gróðurfarslega var þetta nokkuð ný reynsla fyrir mig því að ég hef aldrei áður séð miðjarðarhafsgróður eins og makkí, sölnað gras og litríkar en þurrar trjábreiður sem þekja hinar mörgu kalksteins hæðir og háu fjöll. Reyndar var hitinn frekar lamandi svo við fjölskyldan höfðum ekki orku til þess að gera neitt nema borða og liggja á ströndinni, enda náði ég að klára þrjár bækur á þessum tíu dögum.